Bað tyrknesku þjóðina afsökunar eftir afhroðið á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 13:01 Merih Demiral og félagar í tyrkneska landsliðinu fóru heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa tapað öllum leikjum sínum á EM. getty/Ali Balikci Margir spáðu því að Tyrkir yrðu það lið sem myndi koma mest á óvart á EM 2020. Hið þveröfuga gerðist og sennilega hefur ekkert lið valdið meiri vonbrigðum á mótinu. Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Tyrkir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í Bakú í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Tyrkir töpuðu öllum þremur leikjum sínum í A-riðli og voru með markatöluna 1-8. „Þegar væntingarnar eru miklar verða vonbrigðin meiri. Við munum fara á önnur stórmót í framtíðinni og sýna úr hverju við erum gerðir. Við erum með ungan hóp og getum bætt upp fyrir þetta,“ sagði Merih Demiral, miðvörður Juventus. „Ég bið þjóðina afsökunar. Við höfum lært mikið af þessu.“ Samkvæmt tölfræðinni hafa aðeins fjögur lið náð verri árangri í sögu EM en Tyrkland á EM 2020. Þetta eru Danmörk 2000, Búlgaría 2004, Írland 2012 og Júgóslavía 1984. Liðin töpuðu öllum þremur leikjum sínum og voru með mínus átta í markatölu. - Turkey finish on 0 points and a goal difference of -7. In the history of the EUROs, only 4 teams had a worse record in a group phase2000 - Denmark (0-8)2004 - Bulgaria (1-9)2012 - Republic of Ireland (1-9)1984 - Yugoslavia (2-10)2020 - Turkey (1-8)#EURO2020 #SUITUR— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 20, 2021 Tyrkir léku vel í undankeppni EM og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli. Tyrkland hélt átta sinnum hreinu í tíu leikjum í undankeppninni og tók fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Frá undankeppninni hefur hins vegar fjarað undan tyrkneska liðinu og það vann til að mynda aðeins einn af átta leikjum sínum í fyrra. Senol Gunes ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Tyrklands.getty/Ali Balikci „Ég er ábyrgur fyrir þessu en líka leikmenn og einstaklingsmistök. Fyrir mótið áttum við að komast langt en núna erum við gagnrýndir harðlega,“ sagði Senol Gunes, þjálfari Tyrklands. „Ég hef ekki hugsað um að segja af mér. Þetta unga lið mun setja mark sitt á tyrkneskan fótbolta næstu árin en við vitum allir að svona frammistaða var óboðleg.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31 Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Sjá meira
Sjáðu mörkin fimm úr EM-leikjum dagsins Ítalía tryggði sér fyrsta sætið í A-riðlinum á EM 2020 með sigri á Wales í dag en A-riðilinn kláraðist í dag. 20. júní 2021 21:31
Tyrkir heim stigalausir Tyrkland er úr leik á Evrópumótinu þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-1 fyrir Sviss í síðustu umferð A-riðilsins. 20. júní 2021 17:58