Danir enn á lífi og gætu komist áfram á færri gulum spjöldum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 14:30 Danir hafa fagnað einu marki á EM til þessa og það mark gæti reynst dýrmætt í kvöld. Getty/Stuart Franklin Danir eru með bakið upp við vegg og þurfa sigur gegn Rússum á Parken í kvöld til að eiga einhverja von um að komast í 16-liða úrslitin á EM. Lokaleikirnir í B-riðli hefjast kl. 19. Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Belgía hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, með því að vinna Rússland og Danmörku. Belgar mæta Finnum á sama tíma og Danir og Rússar mætast. Rússland og Finnland eru með þrjú stig hvort en Danmörk án stiga. Leikirnir og staðan í B-riðli á EM. Rússar og Finnar geta tryggt sig áfram með sigri í kvöld, hvort sem liðin enda í 1., 2. eða 3. sæti. Fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti, í riðlunum sex, komast áfram í 16-liða úrslit og ljóst er að sex stig duga til þess. Þó að Danmörk hafi tapað fyrstu tveimur leikjum sínum getur liðið enn náð 2. sæti. Til þess þarf liðið að vinna Rússland og treysta á að Finnland tapi fyrir Belgíu, sem er býsna raunhæft. Málið flækist reyndar ef að Danmörk vinnur 1-0 sigur og Belgía vinnur. Þá gætu gul spjöld ráðið því hvort Danmörk eða Finnland endar í 2. sæti. Hér eru dæmi um hvað gerist ef Danmörk vinnur 1-0 og Belgía vinnur eins marks sigur gegn Finnlandi: Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti. Ef að Danmörk og Belgía vinna í kvöld, og að minnsta kosti annar leikurinn vinnst með tveggja marka mun, nær Danmörk 2. sæti.
Ef Danmörk vinnur 1-0 og... Belgía vinnur 1-0: Þá enda Danmörk, Finnland og Rússland öll jöfn, með nákvæmlega jöfn innbyrðis úrslit þeirra þriggja. Danmörk endar þá í 2. sæti vegna 2-1 taps gegn Belgum á meðan Finnland og Rússland töpuðu 1-0 gegn Belgum. Finnland endar í 3. sæti. Belgía vinnur 2-1: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis. Danmörk og Finnland væru þá líka með sömu heildarmarkatölu í riðlinum. Fjöldi refsistiga (vegna gulra og rauðra spjalda) myndi þá ráða því hvort endar ofar (Danmörk stendur betur með þrjú gul gegn fjórum hjá Finnlandi). Ef liðin myndu enda með sama fjölda spjalda þá myndi árangur í undankeppninni ráða úrslitum (Danmörk hefur þar betur). Belgía vinnur 3-2, 4-3, 5-4 o.s.frv.: Danmörk, Finnland og Rússland öll nákvæmlega jöfn innbyrðis en Finnar með flest mörk skoruð í riðlinum af þessum þremur, og því fyrir ofan Danmörku sem yrði í 3. sæti.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. 21. júní 2021 11:46