Týnda prinsessan í fríi á Spáni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 15:54 Hér má sjá þær Sioned Taylor og Latifu, að því er virðist á flugvelli á Spáni. Skjáskot Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15
Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26
Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07