Sjáðu mörkin frá þjóðhátíðinni á Parken og öll hin úr EM-leikjum gærdagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 08:30 Andreas Christensen skoraði þriðja mark Danmerkur gegn Rússlandi og tileinkaði það Christian Eriksen. getty/Stuart Franklin Ellefu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum á Evrópumótinu í gær. Fimm þeirra komu á Parken þar sem Danir unnu Rússa. Danmörk hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli en átti samt möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. Danir þurftu að vinna Rússa og treysta á að Belgar myndu sigra Finna á sama tíma. Og það gekk eftir. Danir unnu 4-1 sigur á Rússum á Parken þar sem gleðin var við völd. Mikkel Damsgaard, Yussuf Poulsen, Andreas Christensen og Joakim Mæhle skoruðu mörk danska liðsins. Artem Dzyuba skoraði mark Rússlands úr vítaspyrnu. Danir mæta Walesverjum í sextán liða úrslitum EM en Rússar eru úr leik. Sjálfsmark Lukás Hrádecky og þriðja mark Romelus Lukaku á EM tryggðu Belgum sigur á Finnum, 2-0, í St. Pétursborg. Belgía vann alla leiki sína í B-riðlinum. Klippa: 21. júní - Markasúpa dagsins Úrslitin réðust einnig í C-riðli í gær. Austurríki tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit með 1-0 sigri á Úkraínu í Búkarest, 1-0. Christoph Baumgartner skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Í hinum leik riðilsins sigraði Holland Norður-Makedóníu, 3-0. Georginio Wijnaldum skoraði tvö mörk og Memphis Depay eitt. Hollendingar unnu riðilinn með fullu húsi stiga en Norður-Makedóníumenn enduðu stigalausir á botni hans. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins á EM má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Danmörk hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli en átti samt möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. Danir þurftu að vinna Rússa og treysta á að Belgar myndu sigra Finna á sama tíma. Og það gekk eftir. Danir unnu 4-1 sigur á Rússum á Parken þar sem gleðin var við völd. Mikkel Damsgaard, Yussuf Poulsen, Andreas Christensen og Joakim Mæhle skoruðu mörk danska liðsins. Artem Dzyuba skoraði mark Rússlands úr vítaspyrnu. Danir mæta Walesverjum í sextán liða úrslitum EM en Rússar eru úr leik. Sjálfsmark Lukás Hrádecky og þriðja mark Romelus Lukaku á EM tryggðu Belgum sigur á Finnum, 2-0, í St. Pétursborg. Belgía vann alla leiki sína í B-riðlinum. Klippa: 21. júní - Markasúpa dagsins Úrslitin réðust einnig í C-riðli í gær. Austurríki tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit með 1-0 sigri á Úkraínu í Búkarest, 1-0. Christoph Baumgartner skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Í hinum leik riðilsins sigraði Holland Norður-Makedóníu, 3-0. Georginio Wijnaldum skoraði tvö mörk og Memphis Depay eitt. Hollendingar unnu riðilinn með fullu húsi stiga en Norður-Makedóníumenn enduðu stigalausir á botni hans. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins á EM má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira