Ungverjar yfir í flestar mínútur í Dauðariðlinum en fóru samt ekki áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 13:01 Ungverjar stóðu sig frábærlega en héldu ekki út á móti Þjóðverjum og því fór sem fór. AP/Lukas Barth Íslandsbanarnir í Ungverjalandi voru nálægt því að komast áfram í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í gærkvöldi en þýskt mark í blálokin breytti öllu. Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira
Það gáfu ekki margir Ungverjum mikla möguleika á að vinna sér sæti í útsláttarkeppni eftir að þeir lentu í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Þýskalandi. Dauðariðilinn í keppninni. Ungverjar bitu þó frá sér og aðeins jöfnunarmark Þjóðverjans Leon Goretzka sex mínútum fyrir leikslok í lokaleiknum í gærkvöldi kom í veg fyrir að ungverska liðið kæmist áfram í sextán liða úrslitin á kostnað Þjóðverja. Á endanum voru það hins vegar stóru þjóðirnar þrjár sem komust upp úr F-riðlinum, riðlinum sem Ísland hefði átt að vera í ef liðið hefði haldið út á móti Ungverjum í Búdapest. Brutal luck for Hungary (h/t @JongsmaJongsma) pic.twitter.com/apD6GJm1fc— ESPN FC (@ESPNFC) June 23, 2021 Það er aftur á móti athyglisvert að skoða aðeins gang mála í Dauðariðlinum og þá staðreynd að Ungverjar voru lengur yfir í leikjunum sínum og um leið undir í færri mínútur en Frakkar, Portúgalar og Þjóðverjar. Þeir töpuðu kannski 3-0 í fyrsta leik á móti Portúgal en staðan var enn jöfn í þeim leik eftir 84 mínútur. Ungverjar voru síðan yfir í 21 mínútu á móti heimsmeisturum Frakka og voru síðan yfir í 71 mínútu á móti Þjóðverjum í gær. Ungverska liðið náði ekki að vinna leik í riðlinum en var samt yfir í samtals 92 mínútur í leikjunum þremur. Það var níu mínútum lengur en Frakkar, sem unnu riðilinn, voru yfir í leikjum sínum. Ungverjar voru að sama skapi aðeins undir í sex mínútur í leikjunum sínum þremur en Frakkar voru undir í 35 mínútur. Þjóðverjar voru aftur á móti undir í 161 mínútu af 270 í riðlakeppninni eða sextíu prósent leikja sinna. Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Lengst yfir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 92 mínútur Frakkland 83 mínútur Þýskaland 51 mínúta Portúgal 40 mínútur - Styðst undir í leikjum sínum í F-riðil á EM 2020: Ungverjaland 6 mínútur Frakkland 35 mínútur Portúgal 64 mínútur Þýskaland 161 mínúta
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Sjá meira