Laporte, Forsberg og Ronaldo í liði riðlakeppninnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2021 07:01 Ronaldo er að sjálfsögðu fremsti maður í liði mótsins til þessa. Robert Michael/Getty Images UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur birt lið riðlakeppni EM. Aymeric Laporte er í hjarta varnarinnar, Emil Forsberg á vinstri vængnum og Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu. Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira