Að sannreyna traust Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 25. júní 2021 10:31 Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar