Fleiri kirkjur brenna á landi innfæddra í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2021 21:31 Líkamsleifar nær þúsund barna hafa fundist grafnar við heimavistarskóla í Kanada undanfarinn mánuð. AP/Jonathan Hayward Tvær kaþólskar kirkjur til viðbótar hafa brunnið til grunna í vesturhluta Kanada. Kirkjurnar voru báðar staðsettar á landi innfæddra og talið er að brunana hafi borið að með saknæmum hætti. Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna. Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Tvær kaþólskar kirkjur á landi innfæddra brunnu til grunna fyrir viku síðan og er talið að brunarnir séu mótmæli vegna líkfunda barna af frumbyggjaættum við kaþólska skóla í Kanada. Fréttastofa Guardian greinir frá. Slökkvilið í Bresku-Kólumbíu voru kölluð út um helgina vegna brunanna tveggja. Annar var í kirkju heilagrar Önnu á landi Upper Similkameen þjóðarinnar og hinn í Chopaka kirkjunni á landi Lower Similkameen þjóðarinnar. Báðar kirkjunnar, sem voru byggðar úr viði og meira en hundrað ára gamlar, brunnu til grunna. Aðeins vika er liðin frá því að tvær kaþólskar kirkjur eyðilögðust í bruna en mikil reiði hefur ríkt í kanadísku samfélagi undanfarnar vikur vegna líkfunda við kaþólska heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Skólarnir voru starfræktir í um hundrað ár, frá miðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar, af ríkinu og trúarstofnunum. Börnum af frumbyggjaættum var skylt að sækja skólana sem voru til þess gerðir að má út menningu barnanna, tungumál þeirra og aðlaga börnin að menningu evrópskra innflytjenda. Tæplega þúsund ómerktar grafir barna af frumbyggjaættum hafa fundist við slíka skóla undanfarinn mánuð og hafa fundirnir vakið mikla reiði. Kaþólska kirkjan hefur verið krafin um afsökunarbeiðni, sem hún hefur ekki orðið við, og frekari upplýsinga og gagnsæis um rekstur skólanna.
Kanada Ofbeldi gegn börnum Trúmál Tengdar fréttir Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30 Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07 Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Finna hundruð ómerktra grafa við heimavistarskóla fyrir frumbyggja Nokkur hundruð ómerktar grafir hafa fundist á lóð fyrrverandi heimavistarskóla fyrir frumbyggja í fylkinu Saskatchewan í Kanada. 24. júní 2021 06:30
Rannsaka kirkjubruna á landi frumbyggja Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna. 22. júní 2021 10:07
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. 7. júní 2021 10:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna