Tekst Schick, Sterling, Seferovic eða Lukaku að skáka Ronaldo í baráttunni um gullskóinn? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 14:00 Þessir fjórir halda í vonina um að landa gullskó Evrópumótsins í knattspyrnu 2020. EPA/Samsett Cristiano Ronaldo er enn á toppnum yfir flest mörk skoruð á Evrópumótinu í knattspyrnu en þar sem hann hefur lokið leik verður áhugavert að sjá hvort einhver geti skákað Portúgalanum geðþekka. Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Ronaldo skoraði alls fimm mörk í keppninni ásamt því að leggja upp eitt. Af þeim þremur sem hafa skorað fjögur mörk er Patrik Schick sá eini sem hefur ekki lokið leik. Tékkinn hefur nú þegar skorað mark mótsins með skoti sínu nánast frá miðju gegn Skotlandi. Ljóst er að Schick þarf að nýta tækifærið vel gegn Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem frændur vorir hafa fundið taktinn og eru til alls líklegir um þessar mundir. Næstir í röðinni eru Haris Seferović – sem skoraði tvívegis í ótrúlegum leik Sviss og Frakklands í 16-liða úrslitum – ásamt þeim Romelu Lukaku og Raheem Sterling. Lukaku hefur verið heldur rólegur í tíðinni þó hann hafi skorað þrjú mörk fyrir Belgíu til þessa. Tvö þeirra komu í 3-0 sigrinum á Rússlandi og það þriðja í þægilegum 2-0 sigri á Belgíu. Lukaku hefur samt sem áður verið frábær í liði Belgíu og séð til þess að sóknarleikur þeirra gengur eins og smurð vél. Sterling hefur verið í töluvert öðru hlutverki í liði Gareth Southgate en hann er helsta markaógn Englands. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk til þessa á mótinu og Sterling er með þrjú af þeim. Sterling sér leikinn gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum eflaust sem þann leik þar sem hann getur skotið keppinautum sínum ref fyrir rass í baráttunni um gullskó Evrópumótsins. Cristiano Ronaldo still leads Who will claim the #EUROTopScorer | @Alipay— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 30, 2021 Það verður verulega forvitnilegt að sjá hvað gerist í 8-liða úrslitum en Seferović þarf að eiga svipaðan leik og hann átti gegn Frakklandi þar sem Sviss mætir Spáni. Lukaku þarf einnig að reima á sig markaskóna er Belgía mætir ógnarsterku liði Ítalíu. Fara leikirnir fjórir í 8-liða úrslitum fram 2. og 3. júlí. Að sjálfsögðu allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira