„Súrrealískt að sjá þetta svona“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:31 Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum frækna gegn Englandi sem skilaði Íslandi í 8-liða úrslitin á EM í Frakklandi. EPA/Tibor Illyes „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes. EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes.
EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Sjá meira