Varð yngsti stórmeistarinn í skáksögunni í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2021 17:45 Abhimanyu Mishra varð sá yngsti í söguni til að verða stórmeistari í skák. Twitter/@ChessMishra Abhimanyu Mishra varð í dag sá yngsti til að fá titilinn stórmeistari í skák. Mishra er tólf ára gamall drengur frá New Jersey í Bandaríkjunum. Mishra tryggði sitt þriðja GM-viðmið í Búdapest en þá hafði hann þegar tryggt sér skákstigin 2500, sem þarf til að fá titil stórmeistara. Mishra hefur því bætti aldursmetið sem Sergey Karjakin átti í nítján ár. Karjakin varð stórmeistari þann 12. ágúst 2002 þegar hann var aðeins tólf ára og sjö mánaða gamall. Mishra fæddist þann 5. febrúar 2009 og var því aðeins tólf ára, fjögurra mánaða og tuttugu og fimm daga gamall þegar hann tryggði sér titilinn. A classy reaction from @SergeyKaryakin to the news that he lost his record of youngest GM in history today: "I wish him all the best." pic.twitter.com/qroHzGgCLa— ChesscomNews (@ChesscomNews) June 30, 2021 Mishra hefur varið nokkrum mánuðum í Búdapest í Ungverjalandi þar sem hann hefur keppt á hverju skákmótinu á fætur öðru. Hann tryggði sér bæði fyrsta og annað GM-viðmiðið í Búdapest, fyrst á Vezerkepzo mótinu í apríl og svo á Fyrsta laugardagsmótinu í maí. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að ná þriðja GM-viðmiðinu, á Vezerkepzo mótunum í maí og júní og Fyrsta laugardagsmótinu í júní, tókst honum að tryggja sér viðmiðið á síðata móti mánaðarins, Vezerkepzo GM Mix mótinu. Honum hafði þá þegar verið boðið að spila í Heimsmeistaramótinu í skák í Sochi og var þetta síðasta tækifæri hans til að tryggja sér þátttökuaðild á heimsmeistaramótinu áður en hann yfirgefur Ungverjaland. Skák Bandaríkin Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Mishra hefur því bætti aldursmetið sem Sergey Karjakin átti í nítján ár. Karjakin varð stórmeistari þann 12. ágúst 2002 þegar hann var aðeins tólf ára og sjö mánaða gamall. Mishra fæddist þann 5. febrúar 2009 og var því aðeins tólf ára, fjögurra mánaða og tuttugu og fimm daga gamall þegar hann tryggði sér titilinn. A classy reaction from @SergeyKaryakin to the news that he lost his record of youngest GM in history today: "I wish him all the best." pic.twitter.com/qroHzGgCLa— ChesscomNews (@ChesscomNews) June 30, 2021 Mishra hefur varið nokkrum mánuðum í Búdapest í Ungverjalandi þar sem hann hefur keppt á hverju skákmótinu á fætur öðru. Hann tryggði sér bæði fyrsta og annað GM-viðmiðið í Búdapest, fyrst á Vezerkepzo mótinu í apríl og svo á Fyrsta laugardagsmótinu í maí. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að ná þriðja GM-viðmiðinu, á Vezerkepzo mótunum í maí og júní og Fyrsta laugardagsmótinu í júní, tókst honum að tryggja sér viðmiðið á síðata móti mánaðarins, Vezerkepzo GM Mix mótinu. Honum hafði þá þegar verið boðið að spila í Heimsmeistaramótinu í skák í Sochi og var þetta síðasta tækifæri hans til að tryggja sér þátttökuaðild á heimsmeistaramótinu áður en hann yfirgefur Ungverjaland.
Skák Bandaríkin Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira