Kviknað í bænum eftir röð hitameta Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 08:39 Hitabylgjan á vesturströnd Norður-Ameríku hefur leikið fólk grátt. Sjúkraliðar huga að manni sem hitinn hefur borið ofurliði í garði í Spokane í Washington í Bandaríkjunum. AP/Colin Mulvany/The Spokesman-Review Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. „Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu. Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
„Allur bærinn brennur,“ segir Jan Polderman, bæjarstjóri Lytton í Bresku-Kólumbíu við kanadísku CBC-sjónvarpsstöðina. Eldurinn breiddist hratt út og segir Polderman aðeins fimmtán mínútur hafa liðið frá því að íbúar sáu fyrstu merki um reyk þar til eldurinn umlék bæinn. Veðurfræðingur CBC segir að heitar, þurrar og vindasamar aðstæður á svæðinu þýði að eldurinn breiðist út á 10-20 kílómetra hraða á klukkustund. Íbúar hafa leitað skjóls í nærliggjandi þorpum og bæjum. Síðar í gærkvöldi var ábúendum á 87 landareignum norður af Lytton skipað að forða sér vegna gróðurelda sem brenna á svæðinu. Slökkviliðsmenn glímdu fyrir við að minnsta kosti tvo aðra gróðurelda áður en eldurinn í Lytton kviknaði. Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir vesturströnd Kanada og norðvesturströnd Bandaríkjanna. Á sumum stöðum í Bresku-Kólumbíu hafa gömul hitamet verið bætt með meira en tíu gráðu mun. Í Lytton var met yfir mesta hita í Kanada frá upphafi slegið í þrisvar á jafnmörgum dögum í vikunni. Á þriðjudag mældist hitinn 49,6°C. Satellite view of British Columbia interior confirms that the severe thunderstorms occurring at present are indeed pyro-convective events: wildfire-generated severe storms, complete with abundant lightning and strong winds. Precipitation may be minimal to non-existent... #BCwx pic.twitter.com/cLk90WfLZO— Daniel Swain (@Weather_West) July 1, 2021 Á fimmta hundrað óvæntra dauðsfalla Hitabylgjan er enn ekki gengin yfir en talið er að hún hafi þegar valdið hundruðum dauðsfalla í Kanada og Bandaríkjunum til þessa. Í Oregon-ríki í Bandaríkjunum tengja heilbrigðisyfirvöld dauða sextíu manna við hitann. Í Bresku-Kólumbíu segir yfirdánardómstjóri að tilkynnt hafi verið um að minnsta kosti 486 óvænt og skyndileg dauðsföll frá síðasta föstudegi og fram á gærdaginn. Vanalega látast þar um 165 manns á fimm daga tímabili, að sögn AP-fréttastofunnar. Svo mikill hiti er óvanalegur á þessum slóðum og því eru margir íbúar ekki svo hepppnir að hafa loftkælingu. „Vancouver hefur aldrei upplifað hita af þessu tagi og því miður deyja nú tugir manna vegna þess,“ sagði Steve Addison, aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni í Vancouver í Bresku-Kólumbíu.
Kanada Loftslagsmál Tengdar fréttir Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 30. júní 2021 06:55
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. 28. júní 2021 06:54