Spyr hver ráði því eiginlega hvort hún megi taka barnið sitt með á ÓL eða ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2021 11:00 Alex Morgan með dóttur sína Charlie Carrasco eftir leik með bandaríska landsliðinu. Getty/Brad Smith Það eru fullt af mömmum í hópi þeirra íþróttakvenna sem eru á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó. Það hefur hins vegar ekki verið á hreinu hvort þær megi taka börnin sín með vegna strangra sóttvarnarreglna í Japan. Knattspyrnukonan Alex Morgan á eins ára gamla dóttur en hún veit ekki ennþá, viku fyrir brottför á leikana, hvort hún megi taka barnið sitt með. Sumar íþróttakonur hafa kvartað yfir því að þær séu hreinlega þvingaðar til að velja á milli þátttöku á leikunum og barnanna sinna. Still not sure what "when necessary" even means. Is that determined by the mother or the IOC? We are Olympic mothers telling you, it is NECESSARY. I have not been contacted about being able to bring my daughter with me to Japan and we leave in 7 days. #Tokyo2020 #USWNT #TeamUSA https://t.co/cNGMt8w0Ss— Alex Morgan (@alexmorgan13) June 30, 2021 Skipuleggjendur leikanna sögðu hins vegar blaðamanni Reuters frá því að í þeim tilfellum sem það sé nauðsynlegt fyrir mæður með börn á brjósti að taka barnið með, þá verði það leyft. Fjölskyldur íþróttafólksins mega þó ekki koma á leikanna og erlendir áhorfendur eru bannaðir. Þá verður takmarkaður fjöldi innlendra áhorfenda leyfður. Alex Morgan spurði um það á samfélagsmiðlum hver það sé eiginlega sem ákveði hvort það sé nauðsynlegt eða ekki fyrir móður að taka barnið sitt með. Athletes who are nursing mothers will now be allowed to bring their children to the Tokyo Olympics when necessary, organizers announced.Some athletes have complained that they were being forced to choose between the Games and their young children. https://t.co/KvFN0MFP9V— SportsCenter (@SportsCenter) June 30, 2021 „Ég er ekki viss um hvað nauðsynlegt þýðir í þessu samhengi. Er það Alþjóðaólympíunefndin eða móðirin sjálf sem ákveða það? Við mæður á leiðinni á þessum Ólympíuleika lýsum því yfir að það sé nauðsynlegt,“ skrifaði Alex Morgan eins og sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur ekki verið haft samband við mig hvort ég megi taka eins árs dóttur mína með til Japans og við leggjum í hann eftir aðeins sjö daga,“ skrifaði Morgan. Alex Morgan er ein allra besta knattspyrnukonan heims en þessi öflugi framherji er með 110 mörk í 178 landsleikjum með bandaríska liðinu og hefur orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Knattspyrnukonan Alex Morgan á eins ára gamla dóttur en hún veit ekki ennþá, viku fyrir brottför á leikana, hvort hún megi taka barnið sitt með. Sumar íþróttakonur hafa kvartað yfir því að þær séu hreinlega þvingaðar til að velja á milli þátttöku á leikunum og barnanna sinna. Still not sure what "when necessary" even means. Is that determined by the mother or the IOC? We are Olympic mothers telling you, it is NECESSARY. I have not been contacted about being able to bring my daughter with me to Japan and we leave in 7 days. #Tokyo2020 #USWNT #TeamUSA https://t.co/cNGMt8w0Ss— Alex Morgan (@alexmorgan13) June 30, 2021 Skipuleggjendur leikanna sögðu hins vegar blaðamanni Reuters frá því að í þeim tilfellum sem það sé nauðsynlegt fyrir mæður með börn á brjósti að taka barnið með, þá verði það leyft. Fjölskyldur íþróttafólksins mega þó ekki koma á leikanna og erlendir áhorfendur eru bannaðir. Þá verður takmarkaður fjöldi innlendra áhorfenda leyfður. Alex Morgan spurði um það á samfélagsmiðlum hver það sé eiginlega sem ákveði hvort það sé nauðsynlegt eða ekki fyrir móður að taka barnið sitt með. Athletes who are nursing mothers will now be allowed to bring their children to the Tokyo Olympics when necessary, organizers announced.Some athletes have complained that they were being forced to choose between the Games and their young children. https://t.co/KvFN0MFP9V— SportsCenter (@SportsCenter) June 30, 2021 „Ég er ekki viss um hvað nauðsynlegt þýðir í þessu samhengi. Er það Alþjóðaólympíunefndin eða móðirin sjálf sem ákveða það? Við mæður á leiðinni á þessum Ólympíuleika lýsum því yfir að það sé nauðsynlegt,“ skrifaði Alex Morgan eins og sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur ekki verið haft samband við mig hvort ég megi taka eins árs dóttur mína með til Japans og við leggjum í hann eftir aðeins sjö daga,“ skrifaði Morgan. Alex Morgan er ein allra besta knattspyrnukonan heims en þessi öflugi framherji er með 110 mörk í 178 landsleikjum með bandaríska liðinu og hefur orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira