„Af hverju flautar hann ekki fyrr?“ Árni Konráð Árnason skrifar 3. júlí 2021 16:45 Leiknir - Fylkir Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Breiðablik vann 4-0 sigur á Leikni þegar að liðin mættust í dag. Breiðablik hafði algjöra yfirburði í leiknum og sóttu hart að Leiknismönnum. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var að vonum ekki sá sáttasti í leikslok. „Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki.“ sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. „Markmaðurinn fer útaf, síðan fer Daníel Finns útaf og ég held að í öllum liðum að þá sé það helvíti erfitt að missa þessa pósta einhvern veginn og vera 2-0 undir. Ég ætla samt ekki að skrifa þetta á andleysi, við komum mjög gíraðir í seinni hálfleik. Þetta leit vel út og miðað við öll færin sem að við fáum í fyrri hálfleik og sjénsarnir þar. Mér fannst við virkilega flottir svona hálftíma að fyrri hálfleiknum og ég er svekktur að tölurnar séu svona“ sagði Sigurður. Blikar skoruðu í tvígang úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. Sigurður sagðist vera mjög ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum. „Já, ég er gjörsamlega brjálaður yfir því. Því að við hefðum getað skorað 4, 5 mörk í fyrri hálfleik. Þeir fá í raun bara eitt færi fyrir utan þessar tvær hornspyrnur og 2-0 fyrir þeim í hálfleik. Það er bara rosalega erfitt. Við þurfum að laga þetta undir eins útaf því að við fáum mark á okkur á móti Keflavík úr föstu leikatriði og töpum leiknum. Fáum mark á okkur í byrjun á móti KR úr föstu leikatriði þannig að við þurfum að skoða þetta enn frekar. Við erum búnir að skoða þetta vel en það þarf að laga þetta.“ sagði Sigurður. Leiknismenn sitja í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan HK og ÍA sem að eiga leik til góða. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Breiðablik Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki.“ sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. „Markmaðurinn fer útaf, síðan fer Daníel Finns útaf og ég held að í öllum liðum að þá sé það helvíti erfitt að missa þessa pósta einhvern veginn og vera 2-0 undir. Ég ætla samt ekki að skrifa þetta á andleysi, við komum mjög gíraðir í seinni hálfleik. Þetta leit vel út og miðað við öll færin sem að við fáum í fyrri hálfleik og sjénsarnir þar. Mér fannst við virkilega flottir svona hálftíma að fyrri hálfleiknum og ég er svekktur að tölurnar séu svona“ sagði Sigurður. Blikar skoruðu í tvígang úr hornspyrnum í fyrri hálfleiknum. Sigurður sagðist vera mjög ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum. „Já, ég er gjörsamlega brjálaður yfir því. Því að við hefðum getað skorað 4, 5 mörk í fyrri hálfleik. Þeir fá í raun bara eitt færi fyrir utan þessar tvær hornspyrnur og 2-0 fyrir þeim í hálfleik. Það er bara rosalega erfitt. Við þurfum að laga þetta undir eins útaf því að við fáum mark á okkur á móti Keflavík úr föstu leikatriði og töpum leiknum. Fáum mark á okkur í byrjun á móti KR úr föstu leikatriði þannig að við þurfum að skoða þetta enn frekar. Við erum búnir að skoða þetta vel en það þarf að laga þetta.“ sagði Sigurður. Leiknismenn sitja í tíunda sæti deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan HK og ÍA sem að eiga leik til góða.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Breiðablik Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira