Liðið sem tapaði í Laugardalshöllinni árið 2018 komið á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 15:00 Tryggvi Snær Hlinason fagnar körfu í leiknum á móti Tékkum í febrúar 2018 en við hlið hans er Hlynur Bæringsson. Vísir/Bára Tékkland tryggði sér um helgina sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikana eftir sigur á Grikklandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á leikunum. Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Barist var um fjögur síðustu sætin inn á leikana í fjórum aðskildum undankeppnum sem hver og ein innihélt sex þjóðir. Tékkar og Grikkir komust í úrslitaleikinn á þeim hluta undankeppninnar sem fór fram í Victoria í Kanada en heimamenn í kanadíska liðinu sátu aftur á móti eftir í undanúrslitunum. Tékkar unnu 103-101 sigur á Kanadamönnum í undanúrslitaleiknum sem þurfti að framlengja. Tomas Satoransky, leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Tékkar höfðu komist í undanúrslitaleiknum þrátt fyrir sautján stiga tap á móti Tyrkjum. Eins stigs sigur á Úrúgvæ kom þeim áfram í undanúrslitin. Tékkar áttu síðan mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Grikkjum þar sem þeir unnu öruggan 25 stiga sigur, 97-72. Grikkir komust því ekki á leikana í ár en Tékkar verða þar í fyrsta sinn síðan að þeir hættu að vera hluti af Tékkóslóvakíu. Þessi frábæri árangri Tékka rifjar upp þegar þeir mættu í Laugardalshöllinni í febrúar 2018 í undankeppni HM. watch on YouTube Íslensku strákarnir áttu þá frábæran leik og unnu 76-75 sigur á tékkneska liðinu. Martin Hermannsson skoraði 26 stig í leiknum, Tryggvi Snær Hlinason var með 15 stig, 8 fráköst og 3 varin skot, Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og Haukur Helgi Pálsson var með 10 stig og 5 stoðsendingar. Þetta var líka merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta var 147. og síðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem var tolleraður í leikslok. Logi lék með landsliðinu frá 2000 til 2018 og skoraði 1475 stig fyrir íslenska landsliðið eða yfir tíu stig í leik. Umræddur Satoransky spilaði ekki í Höllinni en Patrik Auda var þar stigahæstur Tékka með 23 stig. Hann skoraði 20 stig í sigrinum á Grikkjum í úrslitaleiknum og var líka stigahæstur í þeim leik en stigahæsti maðurinn í undanúrslitaleiknum var Blake Schilb með 31 stig. Schilb, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði 5 stig í Laugardalshöllinni. Tomas Satoransky var með 18 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar í sigrinum á Kanada en skoraði 12 stig í úrslitaleiknum. Ondrej Balvín var með 14 stig, 19 fráköst og 5 varin skot á móti Kanada og svo 14 stig og 7 fráköst á móti Grikkjum. Balvín var aftur á móti með 11 stig og 6 fráköst í tapleiknum í Laugardalnum. Fyrir utan Grikkland og Tékkland þá tryggðu eftirtaldar þjóðir sér einnig þátttökurétt í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna: Þýskaland, Slóvenía og Ítalía.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Körfubolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum