Leggja allt kapp á að halda Harry Kane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 17:01 Harry Kane hefur gefið út að hann vilji yfirgefa Tottenham en félagið er ekki tilbúið að hleypa honum svo glatt í burtu. EPA-EFE/Ettore Ferrari Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, segir félagið leggja allt kapp á að helda enska landsliðsframherjanum Harry Kane innan sinna raða. Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira