Skellt í lás á æfingasvæði Ítala eftir að sjónvarpslýsandi greindist með veiruna Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 17:46 Ítalía hefur ekki tapað leik síðan árið 2018 og getur orðið Evrópumeistari á sunnudaginn. EPA/Frank Augstein Ítalir vonast til þess að staðfest smit þriggja fjölmiðlamanna sem fylgt hafa ítalska landsliðshópnum eftir muni ekki hafa nein áhrif á úrslitaleikinn við England á sunnudaginn. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld. EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira