Sagan ekki með Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2021 09:00 Ef England ætlar sér að vinna Evrópumótið þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Að vinna Ítalíu á stórmóti í fótbolta. Corbis/Getty Images Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. England og Ítalía mætast á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Er þetta fyrsti úrslitaleikur Englands á EM og fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 1966 þegar liðið varð heimsmeistari – á Wembley í Lundúnum. Þó það hljómi eins og sagan sé hliðholl Englendingum þar sem leikurinn fer fram á heimavelli þá er ekki svo. Ítalía hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari [1934, 1938, 1982 og 2006] ásamt því að enda í öðru sæti bæði 1970 og 1994. Þá varð Ítalía Evrópumeistari árið 1968 ásamt því að enda tvívegis í öðru sæti, 2000 og 2012. Það má því segja að Ítalir hafi töluvert meiri reynslu af úrslitaleikjum heldur en Englendingar. Ef það er ekki nóg þá hefur Ítalía ekki enn tapað fyrir Englandi er liðin mætast á stórmóti. Italy have beaten England all four times they've faced each other in a major tournament pic.twitter.com/ox3hk3Pju5— B/R Football (@brfootball) July 8, 2021 Ítalía vann 1-0 er liðin mættust í riðlakeppni EM árið 1980 þökk sé marki Marco Tardelli. Tíu árum síðar mættust þau í bronsleiknum á HM þar sem Ítalía vann 2-1 sigur. Roberto Baggio kom Ítalíu yfir, David Platt jafnaði metin áður en Salvatore Schillaci skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiks. Á Evrópumótinu 2012 mættust þjóðirnar í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Andrea Pirlo úr einni eftirminnilegustu vítaspyrnu sögunnar þar sem Ítalír skoruðu úr fjórum spyrnum en Englendingar aðeins tveimur. Tveimur árum síðar mættust liðin í riðlakeppni HM þar sem Ítalía hafði betur 2-1. Claudio Marchisio kom Ítalíu eftir sendingu frá Marco Veratti - sem byrjar að öllum líkindum leik kvöldsins - en Daniel Sturridge jafnaði skömmu síðar. Mario Balotelli tryggði svo sigur Ítala með marki þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Úr leikmannahópi Englands þann daginn eru þrír sem munu vera í hópi kvöldsins. Jordan Henderson og Raheem Sterling byrjuðu leikinn á meðan Luke Shaw sat á bekknum. Hjá Ítalíu voru fimm sem verða í hópnum í kvöld. Giorgio Chiellini og Veratti voru í byrjunarliðinu á meðan Ciro Immobile, Leonardo Bonucci og Lorenzo Insigne voru á varamannabekknum. Athygli vekur að Björn Kuipers dæmdi téðan leik en hann dæmir einnig leik kvöldsins. Það er ljóst að ef England ætlar að takast hið ómögulega og „fá fótboltann heim“ þá þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður, leggja Ítalía að velli á stórmóti. Enska liðið hefur hins vegar slegið niður hvern vegginn á fætur öðrum það sem af er móti. Því skyldi engan undra ef liðinu tækist hið ómögulega í kvöld. Það að liðið sé komið í úrslit kemur þó ekki öllum á óvart. „Það var frekar augljóst að England myndi komast í úrslitaleikinn þar sem þeir spiluðu sex af sjö leikjum sínum á heimavelli,“ sagði Chiellini, miðvörður ítalska landsliðsins. Giorgio Chiellini on England: pic.twitter.com/jbwfkHLazr— B/R Football (@brfootball) July 9, 2021 Það er undir miðverðinum komið að stöðva sóknarmenn enska liðsins og þakka niðri í þeim tugum þúsunda enskra stuðningsmanna sem verða á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31 Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30 Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46 „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 „Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
England og Ítalía mætast á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Er þetta fyrsti úrslitaleikur Englands á EM og fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 1966 þegar liðið varð heimsmeistari – á Wembley í Lundúnum. Þó það hljómi eins og sagan sé hliðholl Englendingum þar sem leikurinn fer fram á heimavelli þá er ekki svo. Ítalía hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari [1934, 1938, 1982 og 2006] ásamt því að enda í öðru sæti bæði 1970 og 1994. Þá varð Ítalía Evrópumeistari árið 1968 ásamt því að enda tvívegis í öðru sæti, 2000 og 2012. Það má því segja að Ítalir hafi töluvert meiri reynslu af úrslitaleikjum heldur en Englendingar. Ef það er ekki nóg þá hefur Ítalía ekki enn tapað fyrir Englandi er liðin mætast á stórmóti. Italy have beaten England all four times they've faced each other in a major tournament pic.twitter.com/ox3hk3Pju5— B/R Football (@brfootball) July 8, 2021 Ítalía vann 1-0 er liðin mættust í riðlakeppni EM árið 1980 þökk sé marki Marco Tardelli. Tíu árum síðar mættust þau í bronsleiknum á HM þar sem Ítalía vann 2-1 sigur. Roberto Baggio kom Ítalíu yfir, David Platt jafnaði metin áður en Salvatore Schillaci skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiks. Á Evrópumótinu 2012 mættust þjóðirnar í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Andrea Pirlo úr einni eftirminnilegustu vítaspyrnu sögunnar þar sem Ítalír skoruðu úr fjórum spyrnum en Englendingar aðeins tveimur. Tveimur árum síðar mættust liðin í riðlakeppni HM þar sem Ítalía hafði betur 2-1. Claudio Marchisio kom Ítalíu eftir sendingu frá Marco Veratti - sem byrjar að öllum líkindum leik kvöldsins - en Daniel Sturridge jafnaði skömmu síðar. Mario Balotelli tryggði svo sigur Ítala með marki þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Úr leikmannahópi Englands þann daginn eru þrír sem munu vera í hópi kvöldsins. Jordan Henderson og Raheem Sterling byrjuðu leikinn á meðan Luke Shaw sat á bekknum. Hjá Ítalíu voru fimm sem verða í hópnum í kvöld. Giorgio Chiellini og Veratti voru í byrjunarliðinu á meðan Ciro Immobile, Leonardo Bonucci og Lorenzo Insigne voru á varamannabekknum. Athygli vekur að Björn Kuipers dæmdi téðan leik en hann dæmir einnig leik kvöldsins. Það er ljóst að ef England ætlar að takast hið ómögulega og „fá fótboltann heim“ þá þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður, leggja Ítalía að velli á stórmóti. Enska liðið hefur hins vegar slegið niður hvern vegginn á fætur öðrum það sem af er móti. Því skyldi engan undra ef liðinu tækist hið ómögulega í kvöld. Það að liðið sé komið í úrslit kemur þó ekki öllum á óvart. „Það var frekar augljóst að England myndi komast í úrslitaleikinn þar sem þeir spiluðu sex af sjö leikjum sínum á heimavelli,“ sagði Chiellini, miðvörður ítalska landsliðsins. Giorgio Chiellini on England: pic.twitter.com/jbwfkHLazr— B/R Football (@brfootball) July 9, 2021 Það er undir miðverðinum komið að stöðva sóknarmenn enska liðsins og þakka niðri í þeim tugum þúsunda enskra stuðningsmanna sem verða á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31 Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30 Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46 „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 „Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31
Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30
Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01
„Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31