Deila forystunni fyrir lokahringinn Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 17:45 Matt Fitzpatrick deilir forystunni fyrir lokahringinn á Opna skoska meistaramótinu. Mark Runnacles/Getty Images Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fátt hefur skilið menn að á toppnum á mótinu til þessa en fyrir hring dagsins deildu þrír menn forystunni á ellefu höggum undir pari; Thomas Detry, Jon Rahm og Jack Senior, sem hafði verið einn í forystu eftir fyrsta hringinn. Aðeins höggi á eftir þeim voru svo George Coetzee, Lee Westwood og Matt Fitzpatrick. Up-and-down from the bar benches The fans loved this from @tomdetry!#abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/YYSWeUah4Y— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Senior, sem hafði leikið fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari, tókst ekki að viðhalda þeim þeim gæðum í dag þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og hrundi niður í 17. sæti. Detry lék hins vegar jafnt og þétt golf þar sem hann fór 14 holur á pari, fékk einn skolla, tvo fugla og einn örn. Hann fór hringinn því á þremur höggum undir pari og er í forystunni á 14 undir parinu. Matt Fitzpatrick lék höggi betur, á fjórum höggum undir pari, og deilir því toppsætinu með Detry eftir að hafa verið höggi á eftir honum fyrir daginn í dag. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim þar sem hann fór hringinn á tveimur undir pari. World class @MattFitz94 #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/suIBF7e9hg— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Næst á eftir honum kemur Ástralinn Lucas Herbert, sem var frábær í dag er hann fór hringinn á sjö höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, einn örn og sex fugla á hringnum. Manna best lék þó Alexander Björk sem fékk átta fugla á hringnum og fór aðrar holur á pari. Hann fór hringinn því á átta höggum undir pari og vann sig upp í 8.-16. sæti þar sem hann er á tíu höggum undir pari. With 18 holes to go #abrdnScottishOpen #RolexSeries pic.twitter.com/6HJbbPncaJ— The European Tour (@EuropeanTour) July 10, 2021 Hér má sjá stöðuna á mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun og hefst klukkan 11:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira