Vissi ekki að hann hafði tryggt Ítölum titilinn þegar hann varði frá Saka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 13:30 Gianluigi Donnarumma í þann mund sem hann áttaði sig á því Ítalir væru orðnir Evrópumeistarar. getty/Nick Potts Athygli vakti að Gianluigi Donnarumma fagnaði ekki strax eftir að hann tryggði Ítalíu Evrópumeistaratitilinn með því að verja vítaspyrnu Bukayos Saka í leiknum gegn Englandi. Ástæðan er nokkuð skondin. Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM, fyrst frá Jadon Sancho og svo frá Saka. Hann var merkilega rólegur eftir að hafa varið vítið frá Saka og viðbrögð hans voru svo sannarlega ekki í samræmi við tilefnið. Ástæðan fyrir því var að Donnarumma vissi hreinlega ekki að Ítalir væru búnir að vinna vítakeppnina og þar með orðnir Evrópumeistarar. „Ég fagnaði ekki því ég vissi ekki að við værum búnir að vinna,“ sagði Donnarumma er hann var spurður út í viðbrögð sín við vörslunni frá Saka. „Ég sá liðsfélagana hlaupa í áttina til mín og þá rann upp fyrir mér að við hefðum unnið,“ bætti markvörðurinn við. Donnarumma lék mjög vel á sínu fyrsta stórmóti með ítalska liðinu. Hann hélt þrisvar sinnum hreinu á EM, var valinn í úrvalslið mótsins og besti leikmaður þess. Gianluigi Donnarumma at #EURO2020... Champion Player of the Tournament Team of the Tournament 3 clean sheets pic.twitter.com/7aHbmi1rsG— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 13, 2021 Donnarumma átti stóran þátt í að Ítalir komust í úrslitaleikinn en hann varði víti frá Álvaro Morata í vítakeppninni gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Andstæðingar Ítalíu skoruðu aðeins úr fjórum af þeim níu vítaspyrnum sem þeir tóku gegn Donnarumma í undanúrslita- og úrslitaleiknum á EM. Hinn 22 ára Donnarumma er án félags eftir að samningur hans við AC Milan rann út. Fastlega er búist við því að hann verði kynntur sem nýr leikmaður Paris Saint-Germain á næstu dögum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00 Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. 13. júlí 2021 10:00
Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. 13. júlí 2021 09:01