Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2021 19:25 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna