„Hatrið mun aldrei sigra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Jadon Sancho eftir að honum brást bogalistin á vítapunktinum í vítakeppninni í úrslitaleik EM. getty/Eddie Keogh Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Í fyrstu færslu sinni á samfélagsmiðlum eftir úrslitaleikinn segist Sancho hafa brugðist samherjum sínum, þjálfurum og stuðningsmönnum enska landsliðsins þegar hann klúðraði sinni spyrnu í vítakeppninni í úrslitaleiknum gegn Ítalíu. „Ég vil biðja alla samherja mína, þjálfarateymið og síðast en ekki síst stuðningsmennina afsökunar á að hafa brugðist þeim. Þetta er langversta tilfinning sem ég hef upplifað á ferlinum,“ skrifaði Sancho á Twitter. pic.twitter.com/yjcjqf8mwL— Jadon Sancho (@Sanchooo10) July 14, 2021 Hann segist jafnan vera öruggur á vítapunktinum og haft verið fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka vítið í úrslitaleiknum en það hafi bara ekki ratað rétta leið. Sancho segist hafa notið síðasta mánaðar með enska landsliðinu til hins ítrasta og að samheldnin í hópnum sé engu lík. Sem fyrr sagði urðu ensku leikmennirnir sem klikkuðu í vítakeppninni, Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, fyrir kynþáttaníði eftir úrslitaleikinn. Sancho segir að það hafi því miður ekki komið á óvart og samfélagið verði að gera betur í baráttunni gegn rasisma. „Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi ekki séð níðið sem við urðum fyrir en því miður er það ekkert nýtt. Við sem samfélag verðum að gera betur og láta þá seku bera ábyrgð. Hatrið mun aldrei sigra. Til allra þeirra ungmenna sem hafa orðið fyrir svipuðu níði, berið höfuðið hátt og haldið áfram að elta drauminn,“ skrifaði Sancho. „Ég er stoltur af þessu enska liði og hvernig við höfum sameinað þjóðina eftir erfiða átján mánuði. Eins mikið og okkur langaði til að vinna þetta mót munum við byggja á þessu og læra af reynslunni.“ Sancho þakkaði svo fyrir öll jákvæðu skilaboðin sem honum hafa borist og segir að þau trompi neikvæðu og meiðandi athugasemdirnar. Sancho, sem er 21 árs, verður væntanlega kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu dögum, eftir að hann hefur staðist læknisskoðun hjá félaginu. Hann kemur til United frá Borussia Dortmund.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03 Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31 Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00
Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 10:03
Barnaþjálfari handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Rashfords Fimmtugur yngri flokka þjálfari var handtekinn fyrir rasísk ummæli í garð Marcus Rashford á Twitter eftir úrslitaleik EM. 14. júlí 2021 08:31
Pabbi Maguires rifbeinsbrotnaði í látunum á Wembley Pabbi enska landsliðsmannsins Harrys Maguire rifbeinsbrotnaði í látunum á úrslitaleik EM á Wembley á sunnudaginn. 14. júlí 2021 08:00