Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 10:29 Harðir bardagar hafa beisað við landamæri Afganistans og Pakistans. EPA/M. SADIQ Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu. Afganistan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu.
Afganistan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira