„Ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki Breiðabliki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2021 19:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson fylgist einbeittur með í leik Blika fyrr á tímabilinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er ánægður með framgöngu lærisveina hans í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu en þeir unnu 2-0 sigur á síðari leiknum gegn Racing Union á Kópavogsvelli í gær. Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira