Hollið að detta í 60 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2021 07:38 Fallegur lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti Mynd: KL Langá á Mýrum fór rólega af stað og hefur veiðin verið minni en vonir stóðu til eins og í öðrum ám á vesturlandi. Það er engu að síður ágætis gangur í hollinu sem er við veiðar núna en þegar tölur voru teknar saman í gær var hollið að detta í 60 laxa þegar ein vakt er eftir. Lax er farinn að veiðast á svæðinu sem er kallar Fjallið en í gær komu laxar upp í Bjargstreng og Skriðufljóti. Langá er líklega í besta sumarvatni sem hún hefur verið í síðan 2015 en kalt vorið og kaldir dagar í sumar hafa ekki beinlínis verið að gera tökuna auðvelda. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi og eins árs lax göngurnar eru undirvæntingum en það virðist engu að síður vera nóg af laxi til að halda veiðimönnum uppteknum. Ef niðurstaðan í þessu holli sem er við veiðar núna verður um 80 laxar þá er það ansi rífleg hækkun í veiðitölum en áinn stóð 153 löxum þegar þetta holl mætti til veiða. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Það er engu að síður ágætis gangur í hollinu sem er við veiðar núna en þegar tölur voru teknar saman í gær var hollið að detta í 60 laxa þegar ein vakt er eftir. Lax er farinn að veiðast á svæðinu sem er kallar Fjallið en í gær komu laxar upp í Bjargstreng og Skriðufljóti. Langá er líklega í besta sumarvatni sem hún hefur verið í síðan 2015 en kalt vorið og kaldir dagar í sumar hafa ekki beinlínis verið að gera tökuna auðvelda. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi og eins árs lax göngurnar eru undirvæntingum en það virðist engu að síður vera nóg af laxi til að halda veiðimönnum uppteknum. Ef niðurstaðan í þessu holli sem er við veiðar núna verður um 80 laxar þá er það ansi rífleg hækkun í veiðitölum en áinn stóð 153 löxum þegar þetta holl mætti til veiða.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði