Sambandsdeildin fær jákvæð viðbrögð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 12:01 FH er komið áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir sigur á írska liðinu Sligo Rovers í fyrstu umferð. Hér sést Steven Lennon fagna marki sínu gegn liðinu ytra. Eóin Noonan/Getty Images Sambandsdeild Evrópu er ný Evrópukeppni innan knattspyrnuflóru álfunnar. Önnur umferð undankeppninnar hefst í vikunni og Ísland á þrjá fulltrúa þar: Val, FH og Breiðablik. The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
The Guardian fjallar um keppnina sem er á sínu fyrsta tímabili. Hún er í skugganum af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni en það virðist þó sem mikil ánægja sé með keppnina til þessa. Spilar verðlaunafé keppninnar þar inn í. Keppninni er ætlað að veita meira jafnvægi og gefa liðum frá smærri þjóðum – líkt og Íslandi – betri möguleika á að komast langt í Evrópu. „Við erum með 55 aðildarþjóðir og það er mikilvægt að gefa félögum frá sem flestum knattspyrnusamböndum möguleika á að komast langt í Evrópu,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA er Sambandsdeildin var sett á laggirnar. Tommy Higgins, formaður Sligo Rovers – sem FH sló út, er mjög ánægður með fyrirkomulag keppninnar. „Þetta er ekki bara áróður, keppnin hjálpar liðum frá því sem kalla má minni þjóðir. Það gefur aukinn möguleika á að fara langt í Evrópu og þó liðin komist ekki alla leið í riðlakeppnina þá getur það skipt sköpum að fara í gegnum eina eða tvær umferðir í undankeppninni. Ég hef ekkert slæmt að segja um keppnina,“ segir Higgins í frétt The Guardian. FH sló Sligo hins vegar út og mætir norska stórliðinu Rosenborg í næstu umferð. FH fékk 200 þúsund pund fyrir að komast áfram í 2. umferð keppninnar eða um 34 milljónir íslenskra króna. Norsk félög voru meðal þeirra sem kvörtuðu hvað mest yfir breytingum á fyrirkomulagi Evrópukeppna er tilkynnt var að UEFA ætlaði að stofna Sambandsdeildina, C-deild Evrópukeppna. Þau þögnuðu fljótt þegar þau sáu að verðlaunaféð var mjög svipað og í Evrópudeildinni. Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni er 2. umferð Sambandsdeildarinnar hefst á fimmtudaginn. Breiðablik heldur til Austurríkis og mætir Austria Vín, Íslandsmeistarar Vals fá Noregsmeistara Bodø/Glimt í heimsókn og FH mætir Rosenborg.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira