Furðuskrif um strandveiðar Arthur Bogason skrifar 20. júlí 2021 08:00 Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar