Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 09:00 Hér eru Hákon Magnús, Metta Marit, prinsessa, og Erna Solberg, forsætisráðherra, við minningarathöfnina í morgun. EPA-EFE/GEIR OLSEN „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan. Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, í ræðu sinni við minningarathöfn vegna hryðjuverkaárásanna í Útey og Ósló þann 22. júlí 2011. Í dag eru liðin tíu ár frá árásunum þar sem 77 féllu. Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins hefur undanfarið kallað eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða til að berjast gegn pólitískum öfgum í norsku samfélagi. Solberg sagði í morgun í samtali við fréttastofu VG að stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að berjast gegn hægri öfgahyggju, sem hún segir hafa verið að baki árásanna fyrir tíu árum síðan. „Við höfum ekki gert nóg til að berjast gegn þessari þróun. Við höfum gert margt og ég er tilbúin til að leita betri leiða, sérstaklega til að ná til drengja sem spila ofbeldisfulla tölvuleiki og upplifa miklar öfgar í sínu daglega lífi,“ sagði Solberg í morgun. „Það var ekki bara ein pólitísk hreyfing sem varð fyrir áfalli. Landið allt var barið niður á jörðina. En við náðum að standa upp aftur,“ sagði Solberg. Minningarathafnir fara víða fram í Noregi í dag. Klukkan 8:45 hefst bein útsending frá minningarathöfn í dómkirkjunni í Ósló og klukkan 12:45 verður beint streymi frá minningarathöfn úti í Útey. Þá mun ráðhúsbjöllunum í Ósló verða hringt 77 sinnum til minningar um fórnarlömbin 77 klukkan fimm að íslenskum tíma. Haraldur Noregskonungur mun halda ræðu við minningarathöfnina í dómkirkjunni í dag. 72 mínútur Klukkan var gengin 25 mínútur í fjögur þann 22. júlí 2011 þegar bílasprengja sprakk í miðborg Óslóar. Allt lögreglulið sem var tiltækt var kallað út en átta fórust og hundruð særðust í sprengingunni. Aðeins tæpum tveimur tímum síðar hófst síðari árásin, í Útey, þar sem hundruð ungmenna í ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins voru saman komin. Árásarmaðurinn, Anders Breivik, hafði klætt sig upp í lögreglubúning og bar fölsuð skilríki. Hann hóf skotárásina þegar í stað og banaði 69 ungmennum og særði minnst 110. 72 mínútum síðar var lögregla komin á staðinn og Breivik lagði niður vopn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir morðin og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hægt er að horfa á minningarathafnirnar í spilaranum hér að neðan.
Noregur Hryðjuverk í Útey Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira