Hversu lengi ætlum við að láta þetta yfir ykkur ganga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 22. júlí 2021 16:16 6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun