Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 20:39 Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í kvöld. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen. Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira