35 milljón punda maður sem enginn vill Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 23:15 Drinkwater hefur ekki átt sjö dagana sæla frá skiptum sínum til Chelsea. vísir/getty Danny Drinkwater var eftirsóttur sumarið 2017 eftir frambærilega frammistöðu á miðju Leicester City sem hafði þá tekið þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og unnið Englandsmeistaratitilinn ári áður. Hið sama er ekki hægt að segja um sumarið 2021. Drinkwater er 31 árs gamall og uppalinn hjá Manchester United. Hann náði aldrei að festa sig í sessi þar á bæ og hafði ekki spilað leik fyrir félagið þegar Leicester City fékk hann, þá 22 ára gamlan, í sínar raðir árið 2012. Þá hafði hann aldrei spilað úrvalsdeildarleik og gengið misvel á láni hjá Huddersfield, Cardiff, Watford og Barnsley í neðri deildunum. Hann hafði þó sannað sig sem ágætis miðjumaður á B-deildarstiginu og varð að fastamanni hjá Leicester þar. Mikilvægur hluti af sigurliði Eftir tvö og hálft tímabil komst liðið upp í úrvalsdeild árið 2014 og á öðru ári sínu í deild þeirra bestu varð kraftaverk þar sem Leicester, sem spáð var neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabilið, varð Englandsmeistarari undir stjórn Claudio Ranieri tímabilið 2015-16. Allt gekk upp hjá Leicester þetta tímabil eins og þetta skrautlega mark Drinkwater er dæmi um. Drinkwater hafði spilað frábærlega á miðjunni með Frakkanum N'Golo Kanté, sem var keyptur til Chelsea beint eftir deildarsigurinn og varð Frakkinn meistari þar á ný á fyrsta ári, tímabilið 2016-17. Drinkwater hélt áfram að spila vel hjá Leicester á meðan Kanté var horfinn á braut og hugðist Antonio Conte, stjóra Chelsea, að endurskapa samband Drinkwater og Kanté í Lundúnum er hann splæsti 35 milljónum punda og rándýrum fimm ára samningi á Englendinginn. Næturklúbbar og slagsmál Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Drinkwater á hans fyrsta tímabili hjá Chelsea. Hann spilaði alls 22 leiki fyrir liðið, þar af tólf í deild, og fæsta þeirra var hann í byrjunarliði. Conte var látinn fara eftir það tímabil og við af honum tók annar Ítali, Maurizio Sarri. Hann vildi ekkert með Drinkwater hafa og meiðslin héldu áfram að taka sinn toll. Ítrekaðar myndir sem birtust af honum á síðum gulu pressunnar að njóta næturlífsins í Lundúnum hjálpuðu eflaust ekki til. Þetta mark gegn Stoke í ársbyrjun 2018 var sjaldséð gleðistund hjá Drinkwater í bláum búningi Chelsea. Drinkwater hafði hins vegar engan áhuga á að gefa eftir þau 100 þúsund pund sem hann skildi fá borguð vikulega næstu árin og enginn brottfararhugur á honum. Við tók misheppnuð lánsdvöl hjá Burnley þar sem hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb þremur vikum eftir að gengið í raðir félagsins. Hann spilaði einn leik áður en Sean Dyche skilaði honum til Chelsea í janúar. Dean Smith gaf honum þá tækifæri hjá Aston Villa eftir áramótin 2020 en þar spilaði hann aðeins fjóra leiki og lenti í slagsmálum á æfingu við Spánverjann Jota, leikmann liðsins. Endurreisn í kortunum? Í september 2020 opnaði Drinkwater sig í viðtali við Telegraph þar sem hann sagðist hafa átt í vandræðum utan vallar og hugðist ætla að koma ferlinum aftur á réttan kjöl. Hann var ekki valinn í úrvalsdeildarhóp Chelsea af Frank Lampard og númer hans var gefið nýja varnarmanninum Thiago Silva. Drinkwater lék einn leik í treyju Chelsea á nýliðinni leiktíð, með U23 ára liði félagsins í framrúðubikarnum. Hann fékk þó loks annað tækifæri til að sanna sig í janúar. Hann spilaði ellefu leiki fyrir tyrkneska félagið Kasimipasa í úrvalsdeildinni þar í landi. Í heildina hefur hefur Drinkwater frá árinu 2018 spilað færri leiki fyrir lánsfélögin þrjú en hann gerði á sínu eina ári í aðalliðshópi Chelsea og hefur Rússinn Roman Abramovich, eigandi félagsins, eflaust gert betri fjárfestingar. Miðjumaðurinn á forsíðu The Sun í apríl 2019. Drinkwater hafði fengið sér í glas og sest undir stýri með slæmum afleiðingum. Drinkwater fékk óvænt tækifæri til að spila með Chelsea á yfirstandandi undirbúningstímabili, þar sem hann byrjaði leik gegn Peterborough, 1077 dögum eftir síðasta leik sinn fyrir félagið. Í æfingahópnum er hann ásamt mönnum eins og Tiémoué Bakayoko, Ruben Loftus-Cheek og Ross Barkley, sem keppast um miðjumannssæti í leikmannahópi Thomasar Tuchel. Það skildi þó aldrei vera að Drinkwater og Kanté sameini krafta sína á ný á komandi tímabili. Það verður að þykja ólíklegt en þá er spurning hvort Drinkwater sé loks reiðubúinn að gefa eftir stóran launatékkann til að koma ferlinum aftur af stað. Enski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Drinkwater er 31 árs gamall og uppalinn hjá Manchester United. Hann náði aldrei að festa sig í sessi þar á bæ og hafði ekki spilað leik fyrir félagið þegar Leicester City fékk hann, þá 22 ára gamlan, í sínar raðir árið 2012. Þá hafði hann aldrei spilað úrvalsdeildarleik og gengið misvel á láni hjá Huddersfield, Cardiff, Watford og Barnsley í neðri deildunum. Hann hafði þó sannað sig sem ágætis miðjumaður á B-deildarstiginu og varð að fastamanni hjá Leicester þar. Mikilvægur hluti af sigurliði Eftir tvö og hálft tímabil komst liðið upp í úrvalsdeild árið 2014 og á öðru ári sínu í deild þeirra bestu varð kraftaverk þar sem Leicester, sem spáð var neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabilið, varð Englandsmeistarari undir stjórn Claudio Ranieri tímabilið 2015-16. Allt gekk upp hjá Leicester þetta tímabil eins og þetta skrautlega mark Drinkwater er dæmi um. Drinkwater hafði spilað frábærlega á miðjunni með Frakkanum N'Golo Kanté, sem var keyptur til Chelsea beint eftir deildarsigurinn og varð Frakkinn meistari þar á ný á fyrsta ári, tímabilið 2016-17. Drinkwater hélt áfram að spila vel hjá Leicester á meðan Kanté var horfinn á braut og hugðist Antonio Conte, stjóra Chelsea, að endurskapa samband Drinkwater og Kanté í Lundúnum er hann splæsti 35 milljónum punda og rándýrum fimm ára samningi á Englendinginn. Næturklúbbar og slagsmál Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Drinkwater á hans fyrsta tímabili hjá Chelsea. Hann spilaði alls 22 leiki fyrir liðið, þar af tólf í deild, og fæsta þeirra var hann í byrjunarliði. Conte var látinn fara eftir það tímabil og við af honum tók annar Ítali, Maurizio Sarri. Hann vildi ekkert með Drinkwater hafa og meiðslin héldu áfram að taka sinn toll. Ítrekaðar myndir sem birtust af honum á síðum gulu pressunnar að njóta næturlífsins í Lundúnum hjálpuðu eflaust ekki til. Þetta mark gegn Stoke í ársbyrjun 2018 var sjaldséð gleðistund hjá Drinkwater í bláum búningi Chelsea. Drinkwater hafði hins vegar engan áhuga á að gefa eftir þau 100 þúsund pund sem hann skildi fá borguð vikulega næstu árin og enginn brottfararhugur á honum. Við tók misheppnuð lánsdvöl hjá Burnley þar sem hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb þremur vikum eftir að gengið í raðir félagsins. Hann spilaði einn leik áður en Sean Dyche skilaði honum til Chelsea í janúar. Dean Smith gaf honum þá tækifæri hjá Aston Villa eftir áramótin 2020 en þar spilaði hann aðeins fjóra leiki og lenti í slagsmálum á æfingu við Spánverjann Jota, leikmann liðsins. Endurreisn í kortunum? Í september 2020 opnaði Drinkwater sig í viðtali við Telegraph þar sem hann sagðist hafa átt í vandræðum utan vallar og hugðist ætla að koma ferlinum aftur á réttan kjöl. Hann var ekki valinn í úrvalsdeildarhóp Chelsea af Frank Lampard og númer hans var gefið nýja varnarmanninum Thiago Silva. Drinkwater lék einn leik í treyju Chelsea á nýliðinni leiktíð, með U23 ára liði félagsins í framrúðubikarnum. Hann fékk þó loks annað tækifæri til að sanna sig í janúar. Hann spilaði ellefu leiki fyrir tyrkneska félagið Kasimipasa í úrvalsdeildinni þar í landi. Í heildina hefur hefur Drinkwater frá árinu 2018 spilað færri leiki fyrir lánsfélögin þrjú en hann gerði á sínu eina ári í aðalliðshópi Chelsea og hefur Rússinn Roman Abramovich, eigandi félagsins, eflaust gert betri fjárfestingar. Miðjumaðurinn á forsíðu The Sun í apríl 2019. Drinkwater hafði fengið sér í glas og sest undir stýri með slæmum afleiðingum. Drinkwater fékk óvænt tækifæri til að spila með Chelsea á yfirstandandi undirbúningstímabili, þar sem hann byrjaði leik gegn Peterborough, 1077 dögum eftir síðasta leik sinn fyrir félagið. Í æfingahópnum er hann ásamt mönnum eins og Tiémoué Bakayoko, Ruben Loftus-Cheek og Ross Barkley, sem keppast um miðjumannssæti í leikmannahópi Thomasar Tuchel. Það skildi þó aldrei vera að Drinkwater og Kanté sameini krafta sína á ný á komandi tímabili. Það verður að þykja ólíklegt en þá er spurning hvort Drinkwater sé loks reiðubúinn að gefa eftir stóran launatékkann til að koma ferlinum aftur af stað.
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti