„Fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 13:30 Tonje Lerstad er markvörður norska strandhandboltaliðsins. instagram síða Tonje Lerstad Tonje Lerstad, markvörður norska strandhandboltaliðsins, er þakklát fyrir stuðninginn sem liðinu hefur borist síðustu daga, meðal annars frá söngkonunni Pink. Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Norska liðið fékk sekt frá Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir að spila í stuttbuxum en ekki bikiníbuxum í lokaleik sínum á EM í Búlgaríu um þarsíðustu helgi. Málið hefur vakið mikla athygli og Lersted ræddi deilu norska liðsins og EHF við BBC. „Það er fáránlegt að við þurfum að borga fyrir að spila ekki í bikiníbuxum,“ sagði Lersted. Sektin frá EHF var 1.500 evrur, eða 220 þúsund íslenskar krónur. Bandaríska söngkonan lýsti yfir stuðningi við norska liðið á Twitter og bauðst til að borga sektina sem það fékk frá EHF. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 „Þetta er brjálað. Okkur var brugðið en þetta eru svo mikilvæg skilaboð og okkur þykir vænt um þetta,“ sagði Lerstad. Pink þarf reyndar ekki að borga sekt norska liðsins því norska handknattleikssambandið ætlar að gera það. Lerstad og stöllur hennar eru samt þakklátar söngkonunni vinsælu. „Hún þarf ekki að borga sektina en hún má gefa okkur miða á tónleika og við getum þá hist í stuttbuxunum okkar,“ sagði Lerstad í léttum dúr. „Það hafa svo margir boðist til að borga sektina að kannski ættum við að opna stóran bankareikning,“ bætti markvörðurinn við. Lerstad segir að norska liðið hafi fengið stuðning frá öðrum liðum og hún trúir ekki öðru en að reglunum um klæðaburð á mótum í strandhandbolta verði breytt. EHF hefur sagst ætla að taka málið fyrir. Norðmenn fagna þó ekki strax enda hefur norska handknattleikssambandið lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að því að breyta reglunum umdeildu. Í viðtalinu við BBC var Lerstad loks spurð hvort norska liðið myndi spila í stuttbuxum á HM í strandhandbolta. „Já, klárlega,“ sagði markvörðurinn ákveðinn.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita