Slysavarnir barna Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 11:30 Flest slys á ungum börnum verða í heimahúsum. Því er brýnt að foreldrar og aðrir er koma að umönnun barna fari vel yfir heimili sitt með tilliti til slysavarna og þroska barna á hverju aldursskeiði. Einnig þarf að huga að slysavörnum barna í skóla og frítíma en árið 2020 var eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Er öryggi barna tryggt á heimilinu? Öruggt umhverfi og eftirlit foreldra dregur verulega úr líkum á slysum fyrstu æviárin. Á vef Miðstöðvar slysavarna barna er að finna gagnlegar upplýsingar í þessu samhengi. Útbúinn hefur verið gátlisti fyrir heimilið þar sem farið er yfir íverustaði heimilisins lið fyrir lið með tilliti til slysavarna. Gátlistinn er meðal annars notaður á námskeiðinu „Vertu skrefi á undan“ sem fjallar um slysavarnir barna en námskeiðið er ókeypis og fer fram í Miðstöð slysavarna barna. Mælt er með að ekki einungis foreldrar skoði heimili sín heldur líka amma og afi og aðrir sem barnið dvelur hjá. Meðal atriða sem tekin eru fyrir eru: öryggislæsingar á skápum, hurðum og innstungum, geymsla eiturefna, lyfja og vítamína þar sem börn ná ekki til, veggfestingar húsgagna þar sem við á, klemmuvarnir á hurðum, skarpar brúnir, snúrur á gardínum, rafmagnssnúrur og fleira. Í mörg horn er að líta þegar kemur að öryggi ungra barna. Hversdagslegir hlutir og að því er virðist meinlausir geta skapað hættu fyrir óvita. Rætt var við Herdísi Storgaard, hjúkrunarfræðing og forstöðumann Miðstöðvar slysavarna barna, í hlaðvarpinu Sjóvá spjallið en hún býr að mikilli reynslu í málaflokknum og má vel mæla með því spjalli. Á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar er einnig fjallað um öryggi barna á heimilum og þar er að finna gátlista á íslensku, ensku og pólsku. Örugg í skólanum Reglugerð um starfsumhverfi leikskóla tekur til aðstöðu, búnaðar, slysavarna og öryggismála í leikskólahúsnæði og á leikskólalóðum á vegum sveitarfélaga og annarra rekstraraðila. Húsnæði, lóð, aðstaða, búnaður og öll starfsemi sem börn taka þátt í á vegum leikskóla skal miðast við að öryggi barna sé sem tryggast. Barn er á ábyrgð skólans á meðan það dvelur þar og tekur þátt í skipulögðu skólastarfi á vegum skólans. Sveitarstjórn skal útbúa handbók fyrir starfsfólk leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í skólanum. Leiðbeiningarnar eiga að grundvallast á gildandi lögum og reglugerðum um öryggis-, skipulags og byggingarmál ásamt samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir grunnskóla. Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum er ætlað að vera rammi um sameiginlega vinnu allra í skólasamfélaginu að velferð nemenda. Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í grunnskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir grunnskóla. Í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum segir að skólinn skuli vinna markvisst að forvörnum með því að stuðla markvisst að velferð barna og farsælli skólagöngu þeirra þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Fræðsla til starfsmanna, foreldra og nemenda er mikilvægur þáttur forvarna í öllu tilliti. Foreldrar bera vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna en mikilvægt er að virkt samstarf sé um skólagöngu barnsins þannig að því vegni sem best. Slysavarnir í frítíma Öll ættum við að þekkja helstu öryggisatriði á ferðalögum og í frítíma svo sem að festa öryggisbeltin í bifreiðum og öðrum farartækjum, nota björgunarvesti í siglingum, hjálm við útreiðar og hjólreiðar, hlífðargleraugu við meðferð flugelda og fleira. Nauðsynlegt er fyrir börn að leika sér og prófa sig áfram en kapp er best með forsjá. Hægt er að njóta sín í leik auk þess að gera einfaldar öryggisráðstafanir og er hjólahjálmurinn nærtækt dæmi. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm þar sem hann er mikilvægur öryggisbúnaður. Þá er líka farið fram með góðu fordæmi en það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Líftími hjálms er um það bil fimm ár frá því hann er keyptur og ef hjálmur skemmist eða verður fyrir hnjaski þarf að kaupa nýjan. Þegar hjálmur er valinn er mikilvægt að velja rétta stærð og stilla hann rétt á höfuð barnsins. Rafskútur tilheyra flokki reiðhjóla og slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut en þær lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól, til dæmis hvað varðar öryggisbúnað. Börn undir 18 ára mega ekki leigja rafskútur. Börn og samgöngur Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, er algengasta orsök slysa meðal hjólandi barna sú að bifreið aki á þann sem er hjólandi. Um fjórðungur slysa er vegna falls af hjóli. Árið 2020 var eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni en í skýrslunni segir að aukninguna megi „að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa.“ Skilgreining á alvarlegum meiðslum getur verið beinbrot eða álíka meiðsli en ekki endilega lífshættulegir áverkar. Hafa ber í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Því má gera ráð fyrir að mörg minni óhöpp, svo sem á skólalóðum, rati ekki þangað inn. Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhlaupahjóli yngri en 18 ára. Í skýrslunni segir að horfa þurfi til barna við stefnumótun í málaflokknum en ljóst megi vera að staða barna og ungmenna hvað varðar samgöngur sé sérstök. Þau eru virkir vegfarendur og ferðavenjur þeirra eru fjölbreyttari en þeirra sem eldri eru. Þau nota virka ferðamáta og almenningssamgöngur mun meira og eru ekki með eins fastmótað ferðamynstur og þeir sem eldri eru. Greiðar og öruggar samgöngur skipta okkur öll máli en samgöngur og áhrif þeirra á börn hafa til þessa lítið verið til umfjöllunar. Mikilvægt er að fækka slysum barna og ungmenna í umferðinni með markvissri fræðslu í takt við tímann hverju sinni. Öflugar almenningssamgöngur og góðir hjóla- og göngustígar skipta börn og ungmenni miklu máli og einnig þarf að huga að öryggi vega í skólaakstri. Foreldrar og forsjáraðilar þurfa einnig að vera vel upplýstir um öryggi barna í umferðinni og taka mið af þörfum barna og þroska við val á faratækjum og öryggisbúnaði. Öll berum við sameiginlega ábyrgð á að virða umferðarreglur og sýna tillitssemi í umferðinni, sér í lagi þegar börn eru á ferðinni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Flest slys á ungum börnum verða í heimahúsum. Því er brýnt að foreldrar og aðrir er koma að umönnun barna fari vel yfir heimili sitt með tilliti til slysavarna og þroska barna á hverju aldursskeiði. Einnig þarf að huga að slysavörnum barna í skóla og frítíma en árið 2020 var eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Er öryggi barna tryggt á heimilinu? Öruggt umhverfi og eftirlit foreldra dregur verulega úr líkum á slysum fyrstu æviárin. Á vef Miðstöðvar slysavarna barna er að finna gagnlegar upplýsingar í þessu samhengi. Útbúinn hefur verið gátlisti fyrir heimilið þar sem farið er yfir íverustaði heimilisins lið fyrir lið með tilliti til slysavarna. Gátlistinn er meðal annars notaður á námskeiðinu „Vertu skrefi á undan“ sem fjallar um slysavarnir barna en námskeiðið er ókeypis og fer fram í Miðstöð slysavarna barna. Mælt er með að ekki einungis foreldrar skoði heimili sín heldur líka amma og afi og aðrir sem barnið dvelur hjá. Meðal atriða sem tekin eru fyrir eru: öryggislæsingar á skápum, hurðum og innstungum, geymsla eiturefna, lyfja og vítamína þar sem börn ná ekki til, veggfestingar húsgagna þar sem við á, klemmuvarnir á hurðum, skarpar brúnir, snúrur á gardínum, rafmagnssnúrur og fleira. Í mörg horn er að líta þegar kemur að öryggi ungra barna. Hversdagslegir hlutir og að því er virðist meinlausir geta skapað hættu fyrir óvita. Rætt var við Herdísi Storgaard, hjúkrunarfræðing og forstöðumann Miðstöðvar slysavarna barna, í hlaðvarpinu Sjóvá spjallið en hún býr að mikilli reynslu í málaflokknum og má vel mæla með því spjalli. Á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar er einnig fjallað um öryggi barna á heimilum og þar er að finna gátlista á íslensku, ensku og pólsku. Örugg í skólanum Reglugerð um starfsumhverfi leikskóla tekur til aðstöðu, búnaðar, slysavarna og öryggismála í leikskólahúsnæði og á leikskólalóðum á vegum sveitarfélaga og annarra rekstraraðila. Húsnæði, lóð, aðstaða, búnaður og öll starfsemi sem börn taka þátt í á vegum leikskóla skal miðast við að öryggi barna sé sem tryggast. Barn er á ábyrgð skólans á meðan það dvelur þar og tekur þátt í skipulögðu skólastarfi á vegum skólans. Sveitarstjórn skal útbúa handbók fyrir starfsfólk leikskóla annars vegar og grunnskóla hins vegar með leiðbeinandi reglum um öryggi barna og slysavarnir í skólanum. Leiðbeiningarnar eiga að grundvallast á gildandi lögum og reglugerðum um öryggis-, skipulags og byggingarmál ásamt samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir grunnskóla. Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum er ætlað að vera rammi um sameiginlega vinnu allra í skólasamfélaginu að velferð nemenda. Handbókin er ætluð sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem starfa í grunnskólum til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir grunnskóla. Í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum segir að skólinn skuli vinna markvisst að forvörnum með því að stuðla markvisst að velferð barna og farsælli skólagöngu þeirra þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Fræðsla til starfsmanna, foreldra og nemenda er mikilvægur þáttur forvarna í öllu tilliti. Foreldrar bera vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna en mikilvægt er að virkt samstarf sé um skólagöngu barnsins þannig að því vegni sem best. Slysavarnir í frítíma Öll ættum við að þekkja helstu öryggisatriði á ferðalögum og í frítíma svo sem að festa öryggisbeltin í bifreiðum og öðrum farartækjum, nota björgunarvesti í siglingum, hjálm við útreiðar og hjólreiðar, hlífðargleraugu við meðferð flugelda og fleira. Nauðsynlegt er fyrir börn að leika sér og prófa sig áfram en kapp er best með forsjá. Hægt er að njóta sín í leik auk þess að gera einfaldar öryggisráðstafanir og er hjólahjálmurinn nærtækt dæmi. Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm þar sem hann er mikilvægur öryggisbúnaður. Þá er líka farið fram með góðu fordæmi en það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Líftími hjálms er um það bil fimm ár frá því hann er keyptur og ef hjálmur skemmist eða verður fyrir hnjaski þarf að kaupa nýjan. Þegar hjálmur er valinn er mikilvægt að velja rétta stærð og stilla hann rétt á höfuð barnsins. Rafskútur tilheyra flokki reiðhjóla og slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut en þær lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól, til dæmis hvað varðar öryggisbúnað. Börn undir 18 ára mega ekki leigja rafskútur. Börn og samgöngur Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, er algengasta orsök slysa meðal hjólandi barna sú að bifreið aki á þann sem er hjólandi. Um fjórðungur slysa er vegna falls af hjóli. Árið 2020 var eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni en í skýrslunni segir að aukninguna megi „að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa.“ Skilgreining á alvarlegum meiðslum getur verið beinbrot eða álíka meiðsli en ekki endilega lífshættulegir áverkar. Hafa ber í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Því má gera ráð fyrir að mörg minni óhöpp, svo sem á skólalóðum, rati ekki þangað inn. Samkvæmt samantekt bráðamóttöku Landspítalans voru 45 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku sumarið 2020 eftir byltu á rafhlaupahjóli yngri en 18 ára. Í skýrslunni segir að horfa þurfi til barna við stefnumótun í málaflokknum en ljóst megi vera að staða barna og ungmenna hvað varðar samgöngur sé sérstök. Þau eru virkir vegfarendur og ferðavenjur þeirra eru fjölbreyttari en þeirra sem eldri eru. Þau nota virka ferðamáta og almenningssamgöngur mun meira og eru ekki með eins fastmótað ferðamynstur og þeir sem eldri eru. Greiðar og öruggar samgöngur skipta okkur öll máli en samgöngur og áhrif þeirra á börn hafa til þessa lítið verið til umfjöllunar. Mikilvægt er að fækka slysum barna og ungmenna í umferðinni með markvissri fræðslu í takt við tímann hverju sinni. Öflugar almenningssamgöngur og góðir hjóla- og göngustígar skipta börn og ungmenni miklu máli og einnig þarf að huga að öryggi vega í skólaakstri. Foreldrar og forsjáraðilar þurfa einnig að vera vel upplýstir um öryggi barna í umferðinni og taka mið af þörfum barna og þroska við val á faratækjum og öryggisbúnaði. Öll berum við sameiginlega ábyrgð á að virða umferðarreglur og sýna tillitssemi í umferðinni, sér í lagi þegar börn eru á ferðinni. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun