Annað grátlegt tap hjá strákunum hans Alfreðs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 14:03 Alfreð Gíslason er á sínu öðru stórmóti með þýska landsliðið. getty/Swen Pförtner Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu urðu að sætta sig við tap fyrir Frakklandi, 30-29, í þriðja leik sínum í A-riðli Ólympíuleikanna í Tókýó. Þýskaland er aðeins með tvö stig í A-riðlinum eftir sigur á Argentínu og tvö naum töp fyrir Spáni og Frakklandi. Þjóðverjar eru í 4. sæti riðilsins en Frakkar í því fyrsta með fullt hús stiga. Þýskaland mætir Noregi í næsta leik og svo Brasilíu í lokaumferð riðlakeppninnar. Frakkar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 7-2. Um miðjan fyrri hálfleik munaði svo sjö mörkum á liðunum, 14-7. Þjóðverjar enduðu fyrri hálfleikinn ágætlega og að honum loknum munaði þremur mörkum á liðunum, 16-13. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 18-19. Frakkaland svaraði með fjórum mörkum í röð og náði undirtökunum á ný. Lokakaflinn var gríðarlega spennandi. Kentin Mahé kom Frökkum yfir, 29-28, og Hugo Descat jók muninn svo í tvö mörk, 30-28, þegar rúm mínúta var eftir. Philipp Weber lagaði stöðuna fyrir Þjóðverja, 30-29, en nær komust þeir ekki. Strákarnir hans Alfreðs fóru illa að ráði sínu undir lokin og töpuðu boltanum þrisvar sinnum á síðustu fjórum og hálfu mínútu leiksins. Dika Mem var markahæstur í franska liðinu með sex mörk og Descat skoraði fimm. Timo Kastening skoraði sjö mörk fyrir Þýskaland og Steffen Weinhold sex. Úrslit dagsins A-riðill Brasilía 25-32 Spánn Frakkland 30-29 Þýskaland Noregur 27-23 Argentína B-riðill Danmörk 31-21 Barein Svíþjóð 29-28 Portúgal Japan 29-33 Egyptaland Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þýskaland er aðeins með tvö stig í A-riðlinum eftir sigur á Argentínu og tvö naum töp fyrir Spáni og Frakklandi. Þjóðverjar eru í 4. sæti riðilsins en Frakkar í því fyrsta með fullt hús stiga. Þýskaland mætir Noregi í næsta leik og svo Brasilíu í lokaumferð riðlakeppninnar. Frakkar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 7-2. Um miðjan fyrri hálfleik munaði svo sjö mörkum á liðunum, 14-7. Þjóðverjar enduðu fyrri hálfleikinn ágætlega og að honum loknum munaði þremur mörkum á liðunum, 16-13. Þýskaland byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 18-19. Frakkaland svaraði með fjórum mörkum í röð og náði undirtökunum á ný. Lokakaflinn var gríðarlega spennandi. Kentin Mahé kom Frökkum yfir, 29-28, og Hugo Descat jók muninn svo í tvö mörk, 30-28, þegar rúm mínúta var eftir. Philipp Weber lagaði stöðuna fyrir Þjóðverja, 30-29, en nær komust þeir ekki. Strákarnir hans Alfreðs fóru illa að ráði sínu undir lokin og töpuðu boltanum þrisvar sinnum á síðustu fjórum og hálfu mínútu leiksins. Dika Mem var markahæstur í franska liðinu með sex mörk og Descat skoraði fimm. Timo Kastening skoraði sjö mörk fyrir Þýskaland og Steffen Weinhold sex. Úrslit dagsins A-riðill Brasilía 25-32 Spánn Frakkland 30-29 Þýskaland Noregur 27-23 Argentína B-riðill Danmörk 31-21 Barein Svíþjóð 29-28 Portúgal Japan 29-33 Egyptaland
A-riðill Brasilía 25-32 Spánn Frakkland 30-29 Þýskaland Noregur 27-23 Argentína B-riðill Danmörk 31-21 Barein Svíþjóð 29-28 Portúgal Japan 29-33 Egyptaland
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita