Nýtt upphaf í miðjum heimsfaraldri? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. júlí 2021 09:00 Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast. Við, sem starfað höfum við skólastarf, þekkjum eftirvæntinguna og gleðitilfinninguna sem fyglir því að mæta til leiks og undirbúa nýtt skólaár. Haust eftir haust. Hitta nýja nemendur eða heilsa þeim gömlu að nýju. Þetta eru töfrarnir sjálfir. Raunveruleikinn Þetta haustið eru öll sem koma að skólastarfi hins vegar í töluverðri óvissu um upphaf skólaársins. Ísland er nú statt í stærstu bylgju heimsfaraldursins. Sem betur fer er stór hluti þjóðarinnar bólusettur. En það er ekki enn ljóst hvaða áhrif bólusetningin hefur. Það er ljóst að bólusettir sýkjast og smita áfram, þó afleiðingarnar fyrir bólusetta virðist vægari. Í þessari miðju bylgju, með skólastarf hinum megin við hornið, hafa stjórnvöld ekki lagt fram neinar áætlanir um hvernig á að takast á við bylgjuna innan skólakerfisins. Eða áætlanir um hvernig skólarnir eiga að lifa með veirunni. Gefið hefur verið út að starfsfólk skólanna, sem flestir fengu eina Jensen sprautu, muni í ágúst bjóðast að koma í “búst” til að verða klárt í slaginn. En það hefur ekkert komið fram um framtíðarsýnina. Það er alveg ljóst að það þarf að gera ráðstafanir. Veiran svífur um og stingur sér niður, að því er virðist hvar sem er. Hún er ekki að gufa upp og við munum þurfa að lifa með henni enn um sinn. Hvar er plan ríkisstjórnarinnar? Ætla stjórnvöld að miða við að skólakerfið hrökkvi eins og ekkert sé aftur í covid gírinn? Með fjarkennslu og börn og ungmenni sem dúsa heima. Á að viðhalda félagslegri einangrun sem við óttumst öll að hafi langvarandi neikvæðar afleiðingar. Eða eru einhver önnur plön í kortunum? og hver eru þau þá? Ég veit að foreldrar og starfsfólks skólakerfisins eru margir áhyggjufullir yfir stöðunni og gangi mála. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum, hvort þau muni smitast í skólunum þegar börnin og ungmennin hópast aftur saman eftir sumarfrí. En þó þau veikist síður en aðrir, þá bera þau samt smit. Smit sem getur líka borist til bólusettra starfsmanna skólanna. Starfsfólk leik- og grunnskóla hefur unnið algjört þrekvirki fram til þessa í þágu samfélagsins á sama tíma og því hefur stafað ógn af heimsfaraldrinum. Þær aðstæður mega aldrei teljast sjálfsagðar. Við getum ekki sætt okkur við að ekki séu lagðar fram skýrar áætlanir, þannig að einhver vissa ríki um það sem koma skal. Einhver vissa önnur en að skólastarf fari núna af stað í mikilli óvissu og óöryggi vegna heimsfaraldursins, meðal starfsfólks, barna og ungmenna sem og foreldra þeirra. Sú óvissa og óöryggi mun lifa á meðan stjórnvöld leggja ekki fram sýn og plön um hvernig við ætlum að lifa með heimsfaraldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar