Strákarnir hans Arons mættu ofjörlum sínum og frábær endasprettur Spánverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 06:59 Þátttöku Bareins á Ólympíuleikunum í Tókýó er lokið. getty/Dean Mouhtaropoulos Strákarnir hans Arons Kristjánssonar í bareinska landsliðinu í handbolta eru úr leik á Ólympíuleikunum eftir tap fyrir Frakklandi, 42-28, í átta liða úrslitum í nótt. Spánverjar eru einnig komnir áfram í undanúrslit eftir dramatískan sigur á Svíum, 33-34. Barein lék vel í riðlakeppninni og komst í átta liða úrslit á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Bareinska liðið mætti hins vegar ofjörlum sínum í nótt og tapaði með fjórtán marka mun fyrir Frakklandi, 42-28. Bareinar héldu í við Frakka framan af en í stöðunni 11-10 skildu leiðir. Frakkland skoraði skoraði tíu af síðustu fjórtán mörkum fyrri hálfleiks og leiddi, 21-14, að honum loknum. Í seinni hálfleik breikkaði bilið enn frekar og Frakkar náðu mest sextán marka forskoti. Á endanum munaði fjórtán mörkum á liðunum, 42-28. Kentin Mahe skoraði níu mörk fyrir Frakkland en allir útileikmenn liðsins komust á blað í leiknum. Frakkar mæta sigurvegaranum í leik Egypta og Þjóðverja í undanúrslitunum. Husain Alsayyad skoraði fimm mörk fyrir Bareina sem geta gengið stoltir frá borði eftir sína fyrstu Ólympíuleika. Öllu meiri spenna var í leik Svíþjóðar og Spánar. Eftir góða byrjun Spánverja náðu Svíar frumkvæðinu og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20-18. Svíþjóð var áfram fetinu framar í seinni hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir, 29-25. Spánn svaraði með ótrúlegum 8-1 kafla og náði þriggja marka forskoti, 30-33. Evrópumeistararnir unnu svo eins marks sigur, 33-34, og mæta annað hvort Dönum eða Norðmönnum í undanúrslitunum. Aleix Gómez skoraði átta mörk fyrir Spán og þeir Raúl Entrerrios og Alex Dujshebaev sitt hvor fimm mörkin. Hampus Wanne var markahæstur hjá Spáni með tíu mörk. Fredric Pettersson skoraði sex. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Barein lék vel í riðlakeppninni og komst í átta liða úrslit á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Bareinska liðið mætti hins vegar ofjörlum sínum í nótt og tapaði með fjórtán marka mun fyrir Frakklandi, 42-28. Bareinar héldu í við Frakka framan af en í stöðunni 11-10 skildu leiðir. Frakkland skoraði skoraði tíu af síðustu fjórtán mörkum fyrri hálfleiks og leiddi, 21-14, að honum loknum. Í seinni hálfleik breikkaði bilið enn frekar og Frakkar náðu mest sextán marka forskoti. Á endanum munaði fjórtán mörkum á liðunum, 42-28. Kentin Mahe skoraði níu mörk fyrir Frakkland en allir útileikmenn liðsins komust á blað í leiknum. Frakkar mæta sigurvegaranum í leik Egypta og Þjóðverja í undanúrslitunum. Husain Alsayyad skoraði fimm mörk fyrir Bareina sem geta gengið stoltir frá borði eftir sína fyrstu Ólympíuleika. Öllu meiri spenna var í leik Svíþjóðar og Spánar. Eftir góða byrjun Spánverja náðu Svíar frumkvæðinu og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20-18. Svíþjóð var áfram fetinu framar í seinni hálfleik og komst mest fjórum mörkum yfir, 29-25. Spánn svaraði með ótrúlegum 8-1 kafla og náði þriggja marka forskoti, 30-33. Evrópumeistararnir unnu svo eins marks sigur, 33-34, og mæta annað hvort Dönum eða Norðmönnum í undanúrslitunum. Aleix Gómez skoraði átta mörk fyrir Spán og þeir Raúl Entrerrios og Alex Dujshebaev sitt hvor fimm mörkin. Hampus Wanne var markahæstur hjá Spáni með tíu mörk. Fredric Pettersson skoraði sex.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita