„Verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 16:07 Harry Kane er enn titlalaus á ferlinum en hér er hann eftir tapið í úrslitaleik EM í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Annan daginn í röð mætti Harry Kane ekki á æfingu hjá Tottenham nú þegar ein og hálf vika er í fyrsta leik á keppnistímabilinu. Hinn 28 ára gamli Kane átti að mæta aftur til æfinga á mánudaginn eftir sumarfrí en hann hafði þá fengið aukafrí eftir að hafa farið með enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á EM í sumar. Kane vill komast frá Lundúnafélaginu og skrópaði á æfingu bæði í dag og í gær. Manchester City er mjög áhugasamt um að kaupa enska landsliðsframherjann en ekkert hefur gerst ennþá. Harry Kane has failed to report back to Tottenham for preseason training, sources have told @JamesOlley. pic.twitter.com/0mQNyO8RbC— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2021 Kane telur samkvæmt frétt ESPN að hann hafi gert heiðursmannasamkomulag við Tottenham að vera seldur í sumar. Það er ósætti við að ekkert sé að gerast í þeim málum sem útskýrir skrópið. Tottenham vill fá 150 milljónir punda fyrir sinn besta leikmann en það er óvíst hvort að City, eða Manchester United and Chelsea sem fylgjast með gangi mála, geti borgað svo mikið fyrir hann. ESPN hefur engu að síður heimildir fyrir því að „verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna og að hann muni mæta á æfingu á fimmtudag eða föstudag. Rio Ferdinand believes Paul Pogba would be treated differently if he didn't turn up to training like Harry Kane. pic.twitter.com/95Ddub2thB— ESPN UK (@ESPNUK) August 2, 2021 Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið er að borga honum tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða 34,5 milljónir íslenskra króna. Hann er ekki að elta peninginn heldur vill komast til félags sem getur unnið titla. Kane hefur skorað 166 mörk í 245 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki náð að vinna einn einasta titil á tíma sínum hjá félaginu. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Kane átti að mæta aftur til æfinga á mánudaginn eftir sumarfrí en hann hafði þá fengið aukafrí eftir að hafa farið með enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á EM í sumar. Kane vill komast frá Lundúnafélaginu og skrópaði á æfingu bæði í dag og í gær. Manchester City er mjög áhugasamt um að kaupa enska landsliðsframherjann en ekkert hefur gerst ennþá. Harry Kane has failed to report back to Tottenham for preseason training, sources have told @JamesOlley. pic.twitter.com/0mQNyO8RbC— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2021 Kane telur samkvæmt frétt ESPN að hann hafi gert heiðursmannasamkomulag við Tottenham að vera seldur í sumar. Það er ósætti við að ekkert sé að gerast í þeim málum sem útskýrir skrópið. Tottenham vill fá 150 milljónir punda fyrir sinn besta leikmann en það er óvíst hvort að City, eða Manchester United and Chelsea sem fylgjast með gangi mála, geti borgað svo mikið fyrir hann. ESPN hefur engu að síður heimildir fyrir því að „verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna og að hann muni mæta á æfingu á fimmtudag eða föstudag. Rio Ferdinand believes Paul Pogba would be treated differently if he didn't turn up to training like Harry Kane. pic.twitter.com/95Ddub2thB— ESPN UK (@ESPNUK) August 2, 2021 Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið er að borga honum tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða 34,5 milljónir íslenskra króna. Hann er ekki að elta peninginn heldur vill komast til félags sem getur unnið titla. Kane hefur skorað 166 mörk í 245 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki náð að vinna einn einasta titil á tíma sínum hjá félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira