Hjá Liverpool næstu fimm árin - Enn óvissa með Henderson Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 17:45 Fabinho skrifaði undir fimm ára samning í dag og geta stjórnarmenn Liverpool merkt einn kross á langan tjékklistann. Jon Super/PA Images via Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool um fimm ár. Enn bíða stuðningsmenn liðsins fregna af samningsmálum fyrirliðans Jordan Henderson. Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Fabinho var á meðal nokkurra lykilleikmanna sem eiga tvö ár eftir á samningi sínum og vinna starfsmenn félagsins hörðum höndum að því að treysta framtíð þeirra hjá félaginu. Fabinho skrifaði undir fimm ára samning þegar hann gekk í raðir liðsins frá Mónakó árið 2018, sem átti að renna út sumarið 2023. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning til ársins 2026. Félagið er sagt í samningaviðræðum við Virgil van Dijk sem rennur einnig út á samningi sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Jordan Henderson, en viðræður við hann eru sagðar ganga illa þar sem félagið er sagt vera langt frá launakröfum fyrirliðans. Our lighthouse. Love it, @_fabinhotavares — Liverpool FC (@LFC) August 3, 2021 Sóknar þríeykið Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino eiga sömuleiðis samning næstu tvö árin, líkt og Naby Keita og Xherdan Shaqiri, en sá síðastnefndi er sagður á förum í sumar. Helstu markmið sumarsins hjá Liverpool eru sögð vera að treysta stöðu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu, fremur en að bæta við leikmönnum. Félagið missti Georginio Wijnaldum frítt til Paris Saint-Germain í sumar þar sem sá hollenski kenndi um áhugaleysi félagsins og stuðningsmanna þess. Svipaðar sögur hafa sveimað um Henderson í sumar, þar sem honum á að þykja hæstráðendur félagsins ekki meta hann að verðleikum. Henderson er orðinn 31 árs gamall og passar illa við stefnu félagsins að gefa svo gömlum manni rándýran langtíma samning. Ljóst er að stórar ákvarðanir eru fram undan, enda er van Dijk orðinn þrítugur og þremenningarnir í framlínunni; Firmino, Mané og Salah, allir þrítugir á næsta ári. Ólíklegt verður að þykja að allir fimm fái nýjan samning og einhverjir gætu verið á förum næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira