Nýjar reglur í Skotlandi þýða að Blikar geta spilað fyrir fullum velli Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Blikar unnu góðan 2-1 sigur á Austria Vín í síðustu viku og mæta Aberdeen frá Skotlandi í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tilkynnti í dag um breytingar á reglum vegna kórónuveirufaraldursins í Skotlandi. Dregið verður úr fjöldatakmörkunum á íþróttaviðburðum að því gefnu að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Reglurnar taka gildi fyrir leik Breiðabliks við Aberdeen ytra í næstu viku. Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira