Nína Björk nýr forstöðumaður GRÓ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2021 13:05 Nína Björk Jónsdóttir hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Nína Björk Jónsdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún tekur við af Friðrik Jónssyni, sem var kjörinn formaður BHM 27. maí síðastliðinn. Nína Björk hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Síðustu tvö ár hefur hún verið forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Árin 2016-2019 var hún varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf, sem fer með fyrirsvar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu SÞ í Genf (UNOG) og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í borginni. Árin 2012-2016 starfaði hún við sendiráð Íslands í París. Hún var varafastafulltrúi gagnvart OECD þar sem hún undirbjó m.a. aðild Íslands að Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC). Hún var einnig staðgengill sendiherra (frá 2013) og varafastafulltrúi gagnvart UNESCO og Evrópuráðinu frá 2014. Árin 2009-2011 starfaði Nína Björk samtímis á auðlindaskrifstofu og mannréttindaskrifstofu ráðuneytisins. Hún sat í samningateymi Íslands í loftslagsviðræðum á vegum UNFCCC og fór einnig með jafnréttismál. Árin 2005-2008 starfaði hún á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins og sat í undirnefndum II, III og IV og hafði umsjón með rekstri Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á þeim sviðum. Áður en Nína Björk hóf störf hjá utanríkisþjónustunni starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni 2000-2001 og blaðamaður á Morgunblaðinu 2001-2004. Þá var hún friðargæsluliði á vegum Íslensku friðargæslunnar í Norður-Makedóníu í níu mánuði árið 2003 þar sem hún var fjölmiðlafulltrúi við Concordiu, fyrstu friðargæsluaðgerð ESB. Nína Björk er með MA gráðu í alþjóðastjórnmálum og öryggisfræðum frá Bradford háskóla, próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í frönsku og stjórnmálafræði frá sama skóla. Nína Björk er einnig höfundur bókarinnar Íslandsdætur sem kom út árið 2020 hjá Sölku og annar tveggja höfunda How to Live Icelandic sem kemur út hjá forlaginu White Lion Publishing síðar á þessu ári. Vistaskipti Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Nína Björk hefur starfað fyrir utanríkisþjónustuna frá árinu 2005. Síðustu tvö ár hefur hún verið forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Árin 2016-2019 var hún varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf, sem fer með fyrirsvar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), skrifstofu SÞ í Genf (UNOG) og öðrum alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í borginni. Árin 2012-2016 starfaði hún við sendiráð Íslands í París. Hún var varafastafulltrúi gagnvart OECD þar sem hún undirbjó m.a. aðild Íslands að Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC). Hún var einnig staðgengill sendiherra (frá 2013) og varafastafulltrúi gagnvart UNESCO og Evrópuráðinu frá 2014. Árin 2009-2011 starfaði Nína Björk samtímis á auðlindaskrifstofu og mannréttindaskrifstofu ráðuneytisins. Hún sat í samningateymi Íslands í loftslagsviðræðum á vegum UNFCCC og fór einnig með jafnréttismál. Árin 2005-2008 starfaði hún á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins og sat í undirnefndum II, III og IV og hafði umsjón með rekstri Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á þeim sviðum. Áður en Nína Björk hóf störf hjá utanríkisþjónustunni starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni 2000-2001 og blaðamaður á Morgunblaðinu 2001-2004. Þá var hún friðargæsluliði á vegum Íslensku friðargæslunnar í Norður-Makedóníu í níu mánuði árið 2003 þar sem hún var fjölmiðlafulltrúi við Concordiu, fyrstu friðargæsluaðgerð ESB. Nína Björk er með MA gráðu í alþjóðastjórnmálum og öryggisfræðum frá Bradford háskóla, próf í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og BA gráðu í frönsku og stjórnmálafræði frá sama skóla. Nína Björk er einnig höfundur bókarinnar Íslandsdætur sem kom út árið 2020 hjá Sölku og annar tveggja höfunda How to Live Icelandic sem kemur út hjá forlaginu White Lion Publishing síðar á þessu ári.
Vistaskipti Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira