Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:57 Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, segir tíma til kominn að Pólland hætti að verða við öllum kröfum Evrópusambandsins. EPA-EFE/RAFAL GUZ Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27