Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 14:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur lausnina á vanda Landspítalans og heilbrigðiskerfisins ekki vera þá að finna til meiri peninga. Vandinn sé annars eðlis þó fjármagn gæti þurfti til. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira