Segja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar boða grundvallarbreytingar til hins verra Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 18:18 Dvalarheimilið Grund er eitt aðildarfélaga samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Mynd/Grundarheimilin Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, lýsa stuðningi við markmið stjórnvalda að styðja við Landspítalann í því ástandi sem þar er uppi vegna faraldurs Covid-19. Hins vegar segja samtökin að hluti aðgerðanna feli í sér grundvallarbreytingar til hins verra á getu hjúkrunarheimila landsins til að tryggja öryggi og heilsu íbúa sinna. Í fréttatilkynningu lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við breytingu á reglugerð um færni og heilsumat vegna dvalar og hjúkrunarrýma, og kalla eftir því að hún verði dregin til baka. Sú breyting felur í sér að hjúkrunarheimilin hafa ekki lengur tækifæri til að leggja faglegt mat á hvort að hægt sé að tryggja nauðsynlega þjónustu við þá einstaklinga sem fá úthlutað rými á hjúkrunarheimili. Sjúklingum verði „sjálfkrafa úthlutað rými" Eftir breytingu stendur nú í reglugerðinni að hafi sami einstaklingur verið tilnefndur af færni- og heilsumatsnefnd sem annar tveggja í dvalar- eða hjúkrunarrými á stofnun en ekki verið úthlutað rými, skuli viðkomandi sjálfkrafa vera úthlutað rými á þeirri stofnun í þriðja sinn sem hann er tilnefndur. SFV segja að þegar færa eigi einstakling af sjúkrahúsi inn á hjúkrunarheimili sé algerlega nauðsynlegt að mat sé lagt á hvort að mönnun og aðstæður á ákveðnu hjúkrunarheimili séu til þess fallin að mögulegt sé að tryggja fullnægjandi umönnun og þannig öryggi og heilsu þess einstaklings. Með nýrri reglugerð sé slíkt faglegt mat tekið út úr ferlinu. Segja ekki tekið tillit til hjúkrunarheimila Samtökin gera alvarlega athugasemd við að ekkert tillit sé tekið til áhrifa breytinganna á hjúkrunarheimilin, sem eru þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum ríkir á sumum heimilunum neyðarástand. Við slíkar aðstæður mótmæla samtökin því að auka eigi stórlega álagið á hjúkrunarheimilin, og það án nokkurs samráðs og raun í andstöðu við heimilin. Hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að forgangurinn þurfi alltaf að vera á heilsu og öryggi skjólstæðinga kerfisins. Starfsfólk heimilanna standi nú í eldlínunni í baráttunni við Covid-19 og því sé mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda, án samtals og samráðs, geri baráttuna ekki erfiðari en þörf er á. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við breytingu á reglugerð um færni og heilsumat vegna dvalar og hjúkrunarrýma, og kalla eftir því að hún verði dregin til baka. Sú breyting felur í sér að hjúkrunarheimilin hafa ekki lengur tækifæri til að leggja faglegt mat á hvort að hægt sé að tryggja nauðsynlega þjónustu við þá einstaklinga sem fá úthlutað rými á hjúkrunarheimili. Sjúklingum verði „sjálfkrafa úthlutað rými" Eftir breytingu stendur nú í reglugerðinni að hafi sami einstaklingur verið tilnefndur af færni- og heilsumatsnefnd sem annar tveggja í dvalar- eða hjúkrunarrými á stofnun en ekki verið úthlutað rými, skuli viðkomandi sjálfkrafa vera úthlutað rými á þeirri stofnun í þriðja sinn sem hann er tilnefndur. SFV segja að þegar færa eigi einstakling af sjúkrahúsi inn á hjúkrunarheimili sé algerlega nauðsynlegt að mat sé lagt á hvort að mönnun og aðstæður á ákveðnu hjúkrunarheimili séu til þess fallin að mögulegt sé að tryggja fullnægjandi umönnun og þannig öryggi og heilsu þess einstaklings. Með nýrri reglugerð sé slíkt faglegt mat tekið út úr ferlinu. Segja ekki tekið tillit til hjúkrunarheimila Samtökin gera alvarlega athugasemd við að ekkert tillit sé tekið til áhrifa breytinganna á hjúkrunarheimilin, sem eru þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum ríkir á sumum heimilunum neyðarástand. Við slíkar aðstæður mótmæla samtökin því að auka eigi stórlega álagið á hjúkrunarheimilin, og það án nokkurs samráðs og raun í andstöðu við heimilin. Hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að forgangurinn þurfi alltaf að vera á heilsu og öryggi skjólstæðinga kerfisins. Starfsfólk heimilanna standi nú í eldlínunni í baráttunni við Covid-19 og því sé mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda, án samtals og samráðs, geri baráttuna ekki erfiðari en þörf er á.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira