Segja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar boða grundvallarbreytingar til hins verra Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 18:18 Dvalarheimilið Grund er eitt aðildarfélaga samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Mynd/Grundarheimilin Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, lýsa stuðningi við markmið stjórnvalda að styðja við Landspítalann í því ástandi sem þar er uppi vegna faraldurs Covid-19. Hins vegar segja samtökin að hluti aðgerðanna feli í sér grundvallarbreytingar til hins verra á getu hjúkrunarheimila landsins til að tryggja öryggi og heilsu íbúa sinna. Í fréttatilkynningu lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við breytingu á reglugerð um færni og heilsumat vegna dvalar og hjúkrunarrýma, og kalla eftir því að hún verði dregin til baka. Sú breyting felur í sér að hjúkrunarheimilin hafa ekki lengur tækifæri til að leggja faglegt mat á hvort að hægt sé að tryggja nauðsynlega þjónustu við þá einstaklinga sem fá úthlutað rými á hjúkrunarheimili. Sjúklingum verði „sjálfkrafa úthlutað rými" Eftir breytingu stendur nú í reglugerðinni að hafi sami einstaklingur verið tilnefndur af færni- og heilsumatsnefnd sem annar tveggja í dvalar- eða hjúkrunarrými á stofnun en ekki verið úthlutað rými, skuli viðkomandi sjálfkrafa vera úthlutað rými á þeirri stofnun í þriðja sinn sem hann er tilnefndur. SFV segja að þegar færa eigi einstakling af sjúkrahúsi inn á hjúkrunarheimili sé algerlega nauðsynlegt að mat sé lagt á hvort að mönnun og aðstæður á ákveðnu hjúkrunarheimili séu til þess fallin að mögulegt sé að tryggja fullnægjandi umönnun og þannig öryggi og heilsu þess einstaklings. Með nýrri reglugerð sé slíkt faglegt mat tekið út úr ferlinu. Segja ekki tekið tillit til hjúkrunarheimila Samtökin gera alvarlega athugasemd við að ekkert tillit sé tekið til áhrifa breytinganna á hjúkrunarheimilin, sem eru þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum ríkir á sumum heimilunum neyðarástand. Við slíkar aðstæður mótmæla samtökin því að auka eigi stórlega álagið á hjúkrunarheimilin, og það án nokkurs samráðs og raun í andstöðu við heimilin. Hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að forgangurinn þurfi alltaf að vera á heilsu og öryggi skjólstæðinga kerfisins. Starfsfólk heimilanna standi nú í eldlínunni í baráttunni við Covid-19 og því sé mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda, án samtals og samráðs, geri baráttuna ekki erfiðari en þörf er á. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við breytingu á reglugerð um færni og heilsumat vegna dvalar og hjúkrunarrýma, og kalla eftir því að hún verði dregin til baka. Sú breyting felur í sér að hjúkrunarheimilin hafa ekki lengur tækifæri til að leggja faglegt mat á hvort að hægt sé að tryggja nauðsynlega þjónustu við þá einstaklinga sem fá úthlutað rými á hjúkrunarheimili. Sjúklingum verði „sjálfkrafa úthlutað rými" Eftir breytingu stendur nú í reglugerðinni að hafi sami einstaklingur verið tilnefndur af færni- og heilsumatsnefnd sem annar tveggja í dvalar- eða hjúkrunarrými á stofnun en ekki verið úthlutað rými, skuli viðkomandi sjálfkrafa vera úthlutað rými á þeirri stofnun í þriðja sinn sem hann er tilnefndur. SFV segja að þegar færa eigi einstakling af sjúkrahúsi inn á hjúkrunarheimili sé algerlega nauðsynlegt að mat sé lagt á hvort að mönnun og aðstæður á ákveðnu hjúkrunarheimili séu til þess fallin að mögulegt sé að tryggja fullnægjandi umönnun og þannig öryggi og heilsu þess einstaklings. Með nýrri reglugerð sé slíkt faglegt mat tekið út úr ferlinu. Segja ekki tekið tillit til hjúkrunarheimila Samtökin gera alvarlega athugasemd við að ekkert tillit sé tekið til áhrifa breytinganna á hjúkrunarheimilin, sem eru þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu vegna faraldursins. Eins og vel hefur komið fram í fjölmiðlum ríkir á sumum heimilunum neyðarástand. Við slíkar aðstæður mótmæla samtökin því að auka eigi stórlega álagið á hjúkrunarheimilin, og það án nokkurs samráðs og raun í andstöðu við heimilin. Hjúkrunarheimilin leggja áherslu á að forgangurinn þurfi alltaf að vera á heilsu og öryggi skjólstæðinga kerfisins. Starfsfólk heimilanna standi nú í eldlínunni í baráttunni við Covid-19 og því sé mikilvægt að aðgerðir stjórnvalda, án samtals og samráðs, geri baráttuna ekki erfiðari en þörf er á.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira