Innlent

Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með deilum Íslands og Noregs við ESB en fundi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem átti að fara fram í morgun var enn á ný frestað.

Það er því enn óljóst hvort boðaðar verndarráðstafanir vegna innflutts kísilmálms bitni á Íslandi og Noregi. 

Einnig fjöllum við um nýja tegund af fjársvikum sem vart hefur orðið við hér á landi undanfarnar vikur og heyrum í lögreglunni um hvað beri að varast. 

Að auki verður rætt við varaþingmann sem síðar í dag ætlar að ræða á Alþingi hugmyndir um að hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum til að stemma stigu við of mikilli notkun barna á slíkum miðlum.

Í íþróttapakka dagsins gerum við svo upp hið grátlega tap gegn Úkraínu í gærkvöldi sem gerði út um drauminn um að komast á HM á næsta ári.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 17. nóvember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×