Uppbygging á íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði – skipsbrot Sjálfstæðisflokksins Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 9. ágúst 2021 20:01 Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er engin djörfung né skýr framtíðarsýn þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis í Hafnarfirði undir stjórn núverandi meirihluta. Síðustu 7 ár hefur ládeyða og skortur á sóknarhug í skipulags- og byggingarmálum verið einkennandi á tíma meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Lítil sem engin fjölgun hefur átt sér stað síðan 2016 Alls staðar í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Seltjarnarnesi undanskyldu fjölgaði íbúum svo jafnvel skipti tugum prósenta á tímabilinu 2016 – 2021. Innan höfuðborgarsvæðisins er fjölgunin mest í Mosfellsbæ, eða 34,2%. Þar búa nú 12.880 manns. Raunar hefur ekkert sveitarfélag með fleiri en þúsund íbúa vaxið eins og Mosfellsbær á tímabilinu. Í Reykjavík búa 134.000 manns og hefur íbúum fjölgað um 9,1% á tímabilinu.En í Hafnarfirði fjölgaði íbúum á þessu árabili um 3,8%! Það er ömurlegt að vita til þess að á 7 ára valdatímabili Sjálfstæðisflokksins hér í Hafnarfirði er þetta niðustaðan. Grútmáttlaus skipulagsstefna og framtaksleysi þeirra er hrópandi. Þeir hafa haft formennsku í Skipulags- og byggingarráði öll þessi ár. Þeirra er svo sannarlega ábyrgðin. Lengi getur vont versnað! En lengi getur vont versnað. Nú er svo komið að bæjarbúum fækkaði á milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021. Í fyrsta skipti í marga áratugi. Fram kemur í nýjum tölum á vef Þjóðskrár að íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um 154 frá 1. desember síðastliðnum fram til 1. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hefur íbúum Reykjavíkurborgar fjölgað um 981. Eins hefur íbúum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ einnig fjölgað um nokkur hundruð. Allt öðrum að kenna! Sjálfstæðismenn hafa reynt að verja aðgerðarleysi sitt og fólksflótta úr bænum. Þeir sjá ekki eigið getuleysi í þessum málaflokki og kenna því öllu öðru um.Meðal annars því að flutningslínur rafmagns hafi tafið uppbyggingu í Skarðshlíð, Hamranesi og jafnvel í Áslandi 4 og 5 sem er æði langsótt og ekkert annað en veikluleg tilraun til að tala sig frá eigin veikleikum í skipulagsmálum. Við áætlanir þeirra um þéttingu byggðar hafa þeir talað um það hversu illa skipulagslög hafa leikið þá og eins þykir þeim íbúalýðræði þvælast fyrir. Og svo auðvitað hefur minnihlutinn verið til trafala. Alltaf hreint með bölvað vesen og tefja fyrir öllu. Allt þetta dæmir sig sjálft og undirstrikar veikleika þeirra þegar kemur að stjórn skipulags- og byggingarmála í bænum. Það er ljóst og engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum! Grátleg staða er á ábyrgð þeirra! Það skyldi þau ekki vera að fleira komi til sem skýri fólksflótta úr Hafnarfirði. Forsvarsmenn núverandi meirihluta hafa reynt að tala bæinn upp en því miður hefur það verið mjóróma rödd. Ungt fólk flytur úr bænum í leit að betra samfélagi þar sem betur er stutt við t.d. barnafjölskyldur og þar sem húsnæði er til staðar sem hentar þeim og þeirra kröfum.Ábyrgðin er á hendi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknar á grátlegri stöðu og fólksflótta úr bænum. Það er vonandi að kjósendur gefi meirihlutanum rauða spjaldið í næstu kosningum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga svo miklu betra skilið. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar