Dóttir Bernie Ecclestone sakar Sverri um svik og pretti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:17 Ecclestone vandar Sverri ekki kveðjurnar. Getty/Peter Macdiarmid Fyrirsætan Tamara Ecclestone fer ófögrum orðum um athafnamanninn Sverri Einar Eiríksson á Instagram, þar sem hún segir hann meðal annars hafa leigt fasteign af góðri vinkonu sinni en ekki greitt leigu í tíu mánuði. Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“ Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Tamara er dóttir Bernie Ecclestone, fyrrverand eiganda Formúlu 1, og verður við andlát föður síns líklega ein ríkasta kona Bretlands. „Varið ykkur á þessum manni,“ segir Ecclestone á Instagram og birtir fjórar myndir af Sverri. „Mjög góð vinkona mín leigði honum fasteignina sína og hann hefur ekki bara neitað að greiða leigu í tíu mánuði (á sama tíma og hann hefur birt myndir af sér í fríi um allan heim) heldur hefur hann falsað skjöl í hennar nafni og haft í hótunum við hana. Enn alvarlegra er að hann hefur einnig hótað nauðgun. Þar sem hann er augljóslega fyrirlitleg og ógeðsleg manneskja vil ég tryggja að allir viti hvaða persónu hann hefur að geyma, til að hann geti ekki gert öðrum það sama,“ segir fyrirsætan. View this post on Instagram A post shared by Tamara Ecclestone Rutland (@tamaraecclestoneofficial) Sverrir, sem opnaði á dögunum Nýju vínbúðina, segir í samtali við DV að ásakanirnar séu rangar og að hann hyggist leitar réttar síns. Auður Bernie Ecclestone er metinn á um 3,4 milljarða Bandaríkjadala. Hann á fjögur börn; Tamara er næst elst en 65 ára aldursmunur er á elstu dóttur hans og syni, sem fæddist í fyrra. Uppfært kl. 10.37: Vísi hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sverri: „Þær ásakanir sem fram koma í umræddri færslu eru mjög alvarlegar en eiga ekki við rök að styðjast. Hvað leiguna varðar þá er ágreiningur á milli mín og leigusala um frágang á íbúð sem ég er að leigja. Það er aftur á móti ekki rétt að ég hafi ekki greitt leigu í tíu mánuði eins og þarna er haldið fram. Mér höfðu áður borist hótanir um að ráðist yrði að mér og mannorði mínu á samfélagsmiðlum. Eðli málsins samkvæmt get ég ekki setið undir því og hef því tilkynnt málið til lögreglu og fengið lögfræðinga til að fylgja málinu eftir í réttum farvegi. Á meðan málið fer sína leið í réttarkerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig frekar.“
Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent