Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 18:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira