Hinn duldi faraldur María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:00 Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun