Þjálfarar í hefndarhug berjast um bikar í Belfast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 13:30 Unai Emery og Thomas Tuchel mætast á hliðarlínunni í kvöld. EPA/Samsett Ofurbikar Evrópu fer fram í kvöld þar sem Chelsea, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu, og Villareal, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mætast. Reikna má með hörku lið þó bæði lið mæti löskuð til leiks. Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld. Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld.
Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira