Blæs á sögusagnir um ástarsamband við Aniston Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 14:01 David Schwimmer segir að slúðursögurnar séu ekki sannar. Getty(David M. Benett Talsmaður leikarans David Schwimmer segir að ekkert sé til í slúðurfréttum um að hann sé að hitta leikkonuna Jennifer Aniston. Margir Friends aðdáendur hafa vonast eftir því að þau nái saman eftir að þau viðurkenndu á dögunum að hafa verið skotin í hvort öðru á meðan þau léku Ross og Rachel í Friends. Closer, The Sun, The Guardian, Page Six og fleiri slúðurmiðlar hafa síðustu daga skrifað um meint ástarsamband á milli Aniston og Schwimmer. Var því meðal annars haldið fram að hún hefði með eldað nokkrar máltíðir fyrir hann á heimili sínu. Einnig var haft eftir heimildarmanni að eftir Friends Reunion þáttinn hafi Schwimmer flogið til Los Angeles til þess að hitta Aniston og fara með henni á vínbúgarð. Schwimmer játaði í HBO þættinum að hafa verið mjög skotin í mótleikkonu sinni á meðan tökum stóð og Aniston tók þá undir og sagði þá að það hafi alls ekki verið einhliða. „En við vorum eins og tvö skip að mætast, af því að annað okkar var alltaf í sambandi og við fórum aldrei yfir þau mörk. Við virtum það,“ sagði Scwimmer meðal annars í þættinum. „Við fundum aðdáun og ást okkar á hvort öðru farveg í Ross og Rachel,“ sagði Aniston. Talsmaður Schwimmer sagði að „enginn sannleikur“ væri í þessum fréttum um að þau séu nú að hittast öllum þessum árum seinna, eftir að The Sun leitaði eftir viðbrögðum frá leikaranum. Svo virðist sem ekkert sé til í þeim orðrómi að þau séu nokkuð meira en bara vinir. Þau virðast allavega ekki ætla að staðfesta neitt og hafa ekki verið mynduð saman af ljósmyndurum síðan Friends endurfundaþátturinn var sýndur. Friends Hollywood Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Margir Friends aðdáendur hafa vonast eftir því að þau nái saman eftir að þau viðurkenndu á dögunum að hafa verið skotin í hvort öðru á meðan þau léku Ross og Rachel í Friends. Closer, The Sun, The Guardian, Page Six og fleiri slúðurmiðlar hafa síðustu daga skrifað um meint ástarsamband á milli Aniston og Schwimmer. Var því meðal annars haldið fram að hún hefði með eldað nokkrar máltíðir fyrir hann á heimili sínu. Einnig var haft eftir heimildarmanni að eftir Friends Reunion þáttinn hafi Schwimmer flogið til Los Angeles til þess að hitta Aniston og fara með henni á vínbúgarð. Schwimmer játaði í HBO þættinum að hafa verið mjög skotin í mótleikkonu sinni á meðan tökum stóð og Aniston tók þá undir og sagði þá að það hafi alls ekki verið einhliða. „En við vorum eins og tvö skip að mætast, af því að annað okkar var alltaf í sambandi og við fórum aldrei yfir þau mörk. Við virtum það,“ sagði Scwimmer meðal annars í þættinum. „Við fundum aðdáun og ást okkar á hvort öðru farveg í Ross og Rachel,“ sagði Aniston. Talsmaður Schwimmer sagði að „enginn sannleikur“ væri í þessum fréttum um að þau séu nú að hittast öllum þessum árum seinna, eftir að The Sun leitaði eftir viðbrögðum frá leikaranum. Svo virðist sem ekkert sé til í þeim orðrómi að þau séu nokkuð meira en bara vinir. Þau virðast allavega ekki ætla að staðfesta neitt og hafa ekki verið mynduð saman af ljósmyndurum síðan Friends endurfundaþátturinn var sýndur.
Friends Hollywood Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira